Kærunefnd útboðsmála hafnar kröfu Samskipa

21.September'16 | 11:44

Kærunefnd útboðsmála hafnaði í gær kröfu Samskipa hf, um að stöðva útboð Ríkiskaupa á nýsmíði Vestmannaeyjaferju. Samskip hf. höfðaði málið gegn Ríkiskaupum og Vegagerðinni.

Kæran var efnislega reist á því að skilmálar útboðsins hafi verið óljósir um tíma og uppsögn samnings með hættu á því að tilboð yrðu byggð á mismunandi og mögulega röngum forsendum. Að mati nefndarinnar verður að líta til þess að á fundi varnaraðila með bjóðendum 8. september sl. voru þessi atriði að lokum skýrð með fullnægjandi hætti í viðurvist þeirra sem hugðust leggja fram tilboð.

Hafi umrædd atriði, sem kærandi vísaði til, verið óljós eru þau það þar af leiðandi ekki lengur að fengnum skýringum varnaraðila. Er þannig ekki lengur uppi sú aðstaða sem kærandi byggði á að hafi brotið gegn réttindum hans. Með vísan til þessa telur kærunefndin að ekki séu fyrir hendi líkur fyrir brotum gegn ákvæðum laga um opinber innkaup þannig að fullnægt sé skilyrðum laga um opinber innkaup, til að stöðva hið kærða útboð.

 

Tengd frétt.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.