Uppfært

Hæstiréttur staðfesti kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald

21.September'16 | 12:38

Hæstiréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands úr gildi og staðfest kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um brot gegn konu á fimm­tugs­aldri hér í Eyjum um helgina. Þetta staðfesti Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjar.net.

Konan fannst meðvitundarlítil og fáklædd með mikla áverka í húsgarði í bænum. Maður um þrítugt sem einnig býr í Eyjum er talinn hafa ráðist á konuna og veitt henni áverkana. 

Sjá einnig: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru

Aðspurð um að ef þolandi leggi ekki fram kæru, vísar Páley í ákvæði 52. gr. laga um meðferð sakamála en þar segir m.a:

"Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki."

 

Uppfært kl. 13.20

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjar.net hefur lögreglan handtekið meintan árásarmann.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.