Belja Belja neitar að spila á Lundaballinu

21.September'16 | 07:12
belja

Hljómsveitin Belja Belja neitar að spila. Mynd/úr safni.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net er komið upp mikið ófremdarástand við framkvæmd Lundaballsins. 

Hljómsveitin Belja Belja sem á að leika fyrir dansi á Stóra Lundaballinu ásamt Stuðmönnum harðneitar að koma fram á  dansleiknum og hefur hljómsveitin handjárnað sig við miðstöðvarofn í Hlíðahverfinu og gleypt lykilinn og tvær Freyjukaramellur. Skýringin er sú að aðstandendur Lundaballsins hafa auglýst að Súla verði á svæðinu, það segja meðlimir Belju Belju að muni örugglega særa blygðunarkennd þeirra og jafnvel kveikja í bældum hvötum og kulnuðum eldum.

Georg Arnarson fyrsti meter í stjórn Veiðifélagsins Heimaeyjar sem stýrir Lundaballinu ár, á ekki til orð, segist hafa borðað súlu á hverju ári og sjaldan orðið var við óþægilega kynóra eða kláða í fermingarbróðurnum að máltíð lokinni. Georg segir skaðabótamál og samningar við handrukkara séu í burðarliðnum.

Gunnsteinn Samúel, talsmaður S.T.T. Samtaka Treggáfaðra Tónlistarmanna segir Georg misskilja lífið og verði að skoða málið betur, með hliðsjón af vergri landsframleiðslu og ný undirrituðum búvörusamningum, verði ekki annað séð en alvarleg standpína sé í burðarliðnum og hana verði að stöðva.

Pattstaða er í málinu. Þó eru miklar vonir bundnar við tillögu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum um sameiginlegt hópknús á malarvellinum korter í ball. Heimildir segja Gunnstein hafa fallið gjörsamlega fyrir hugmyndinni, en Georg því miður búinn að fjárfesta verulega í mun harðari aðgerðum og kominn í Frankenstein búning, af ungum frænda sínum, og það tæki lágmark viku fyrir íslenska kraftlyftingalandsliðið að toga hann úr búningnum . Belja Belja er enn föst í hlíðunum!

 

Þessu tengt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.