Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi:

Efstu þrjú sætin óbreytt

Unnur Brá færist uppí fjórða - Kristín og Hólmfríður koma inn

18.September'16 | 17:50
IMG_7799-002

Páll Magnússon leiðir listann.

Efstu þjú sætin á lista Sjálfstæðisflokksins haldast óbreytt frá prófkjöri flokksins sem haldið var um síðustu helgi í Suðurkjördæmi. Þau skipa Páll Magnússon og þingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Selfossi í dag.

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður færist upp í fjórða sætið á listanum. Þar á eftir koma Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Kjartansdóttir inn í 5. og 6. sæti listans. Kristín og Hólmfríður tóku ekki þátt í prófkjöri flokksins.


Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi:

1. sæti Páll Magnússon Fjölmiðlamaður
2. sæti Ásmundur Friðriksson Alþingismaður
3. sæti Vilhjálmur Árnason Alþingismaður
4. sæti Unnur Brá Konráðsdóttir Alþingismaður
5. sæti Kristín Traustadóttir Endurskoðandi
6. sæti Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Skrifstofustörf
7. sæti Ísak Ernir Kristinsson Deildarstjóri
8. sæti Brynjólfur Magnússon Lögfræðingur
9. sæti Lovísa Rósa Bjarnadóttir Framkvæmdastjóri
10 sæti Jarl Sigurgeirsson Tónlistarkennari
11. sæti Laufey Sif Lárusdóttir Umhverfisskipulagsfræðingur
12. sæti Jón Bjarnason Bóndi
13. sæti Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir Sjúkraþjálfari
14. sæti Bjarki V Guðnason Sjúkraflutningamaður
15. sæti Helga Þórey Rúnarsdóttir Leikskólakennari
16. sæti Þorkell Ingi Sigurðsson Framhaldsskólanemi
17. sæti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir Hjúkrunarnemi
18. sæti Alda Agnes Gylfadóttir Framkvæmdastjóri
19. sæti Sandra Ísleifsdóttir Húsmóðir
20. sæti Geir Jón Þórisson Fyrrverandi lögreglumaður

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is