Vestmannaeyjabær:

Þörf á að ráða inn starfsmann í frístundaver

16.September'16 | 09:05

Á síðasta fundi fræðsluráðs var greint frá stöðu mála í frístundaveri Vestmannaeyjabæjar. Þar eru nú 74 börn í vistun.

Við skipulag er gert ráð fyrir fyrir 12 börnum á starfsmann í 1. bekk en 15.-18. börnum á starfsmann í 2. og 3. bekk, sem er í samræmi við verklag á öðrum frístundaheimilum landsins. Starfsmenn í frístund eru 6 með forstöðumanni og því um 12,3 börn á starfsmann.

Þörf er á að ráða inn starfsmann til að sinna stuðningi vegna barna með sérþarfir. Flest börn koma í frístundaver alla daga eftir að skóla lýkur og eru sótt á milli kl. 16:00 og 16:30 síðdegis.

Samtals eru sex starfsmenn í 3,1 stöðugildi. Starfið verður með hefðbundnu móti. Gert ráð fyrir samstarfi við íþróttafélög og fylgd úr skóla og í íþróttahús í samráði við foreldra. Mikilvægt er að foreldrar láti vita í frístundaver ef börn þeirra koma ekki í vistun skv. skipulagi, segir í fundargerð fræðsluráðs.

 

   

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.