Fréttatilkynning:

Pink Floyd á Háaloftinu - forsölu líkur í dag

16.September'16 | 09:58

Laugardagskvöldið nk. 17. september kl. 22:00 verða haldnir tónleikar þar sem eingöngu lög Pink Floyd verða leikin. 

Þessi sígilda tónlist er flutt af Messuguttunum en þeir fluttu tónlist Roger Waters og félaga í Landakirkju í nóvember í fyrra og svo aftur í Keflavíkurkirkju nú fyrr í september. 

Mikil ánægja var með flutningin í bæði skiptin og er óhætt að segja að Eyjamenn eigi ekki að láta þetta framhjá sér fara. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á bassa, Þórir Ólafsson á hammond, Mattíhas Harðarson á hljóðgerfla og saxafón, Helgi Tórshamar á gítar, Sæþór Vídó á gítar og syngur raddir, Jarl Sigurgeirsson syngur einnig raddir og Gísli Stefánsson leikur á gítar og syngur.

Forsala aðgöngumiða sem hefur verið í Tvistinum líkur í dag og því er mikilvægt að tryggja sér miða í tíma á kr. 2.500. Háloftið opnar svo kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:00. Lofað er góðri stemningu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.