Frábært framtak:

Endurbætti hvíldarherbergin á Hraunbúðum

16.September'16 | 20:16

Ein af velgjörðarmönnum Hraunbúða er hún Dóra, Halldóra Kristín Ágústsdóttir. Á Hraunbúðum eru tvö herbergi sem ætluð eru fyrir styttri innlagnir.  

Eðli málsins samkvæmt er fólk ekki að koma með mikið af munum heiman frá sér til að hafa hjá sér í þær 2-8 vikur sem það dvelur í herbergjunum.

Dóru fannst þessi herbergi réttilega mjög kuldaleg og spurði hvort hún mætti taka málin í sínar hendur og endurhanna herbergin tvö. Forsvarsmenn Hraunbúða tóku að sjálfsögðu vel í það og er afraksturinn stórglæsilegur.

 

Fékk fyrirtæki í lið með sér 

Dóra fékk í lið með sér nokkur fyrirtæki hér í bæ sem tóku mjög vel í þessa fyrirætlun hennar og lögðu til málanna fjármagn og gjafir til að hægt væri framkvæma þessa flottu hugmynd.

Fyrirtækin eru Ísfélagið, Godthaab, Vinnslustöðin, Geisli, Miðstöðin og BK gler.  Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir og að sjálfsögðu færum við henni Dóru og fjölskyldu hennar innilegt þakklæti fyrir að hrinda hugmyndinni í framkvæmd og leggja á sig alla þá vinnu sem til þurfti, segir í frétt á hraunbudir.is.

hvildfyrir1

Fyrir breytingar

hvilteftir1

Eftir breytingu

hvildeftir2

Eftir breytingu

hvildeftir3

Nú er komið sjónvarp

hvildfyrir2

Myndir/hraunbudir.is

hvildfyrir3

Smelltu - til að stækka

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.