Vestmannaeyjabær:

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf

- segir í bókun fræðsluráðs

15.September'16 | 05:24

17 börn sem fædd eru í fyrra eru byrjuð á leikskóla. Mynd/úr safni.

Greint var frá stöðu í leikskóla- og daggæslumálum á fundi fræðsluráðs í byrjun mánaðarins. Fjöldi barna með lögheimili í Vestmannaeyjum fædd árið 2015 eru 57. Af þeim voru 53 börn orðin 9 mánaða þann 1. september síðastliðinn.

17 þeirra eru byrjuð í leikskóla. Af þeim 36 börnum, sem ekki eru byrjuð í leikskóla eru 15 börn í daggæslu hjá þremur dagforeldrum. 14 foreldrar fá heimagreiðslur fyrir börn sín. Af þeim 14 eru 4 á biðlista eftir daggæslu. 14 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum verða 9 mánaða í september til desember 2016 (fædd í desember 2015 til mars 2016). Af þeim eru tvö börn á biðlista eftir daggæsluplássi og tvö börn yngri en 9 mánaða.

Bráðabirgðaúrræði vegna daggæslu.

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf. Áfram eru þrír dagforeldrar að störfum líkt og fyrir sumarlokun og er því vonandi að nást stöðugleiki í dag líkt og stefnt hefur verið að meðal dagforeldra. Nýlega var farið að bjóða upp á heimagreiðslur og virðist það ætla að gefa góða raun. Í ljósi þess að enn eru börn á biðlista eftir daggæslu í dag felur fræðsluráð framkvæmdastjóra að framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd fram að áramótum til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði. Stefnt skal að því að opna Strönd eins fljótt og verða má. Fræðsluráð mun áfram fylgjast vel með framgangi mála, segir í fundargerð ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).