Vestmannaeyjabær:

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf

- segir í bókun fræðsluráðs

15.September'16 | 05:24

17 börn sem fædd eru í fyrra eru byrjuð á leikskóla. Mynd/úr safni.

Greint var frá stöðu í leikskóla- og daggæslumálum á fundi fræðsluráðs í byrjun mánaðarins. Fjöldi barna með lögheimili í Vestmannaeyjum fædd árið 2015 eru 57. Af þeim voru 53 börn orðin 9 mánaða þann 1. september síðastliðinn.

17 þeirra eru byrjuð í leikskóla. Af þeim 36 börnum, sem ekki eru byrjuð í leikskóla eru 15 börn í daggæslu hjá þremur dagforeldrum. 14 foreldrar fá heimagreiðslur fyrir börn sín. Af þeim 14 eru 4 á biðlista eftir daggæslu. 14 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum verða 9 mánaða í september til desember 2016 (fædd í desember 2015 til mars 2016). Af þeim eru tvö börn á biðlista eftir daggæsluplássi og tvö börn yngri en 9 mánaða.

Bráðabirgðaúrræði vegna daggæslu.

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf. Áfram eru þrír dagforeldrar að störfum líkt og fyrir sumarlokun og er því vonandi að nást stöðugleiki í dag líkt og stefnt hefur verið að meðal dagforeldra. Nýlega var farið að bjóða upp á heimagreiðslur og virðist það ætla að gefa góða raun. Í ljósi þess að enn eru börn á biðlista eftir daggæslu í dag felur fræðsluráð framkvæmdastjóra að framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd fram að áramótum til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði. Stefnt skal að því að opna Strönd eins fljótt og verða má. Fræðsluráð mun áfram fylgjast vel með framgangi mála, segir í fundargerð ráðsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.