Vestmannaeyjabær:

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf

- segir í bókun fræðsluráðs

15.September'16 | 05:24

17 börn sem fædd eru í fyrra eru byrjuð á leikskóla. Mynd/úr safni.

Greint var frá stöðu í leikskóla- og daggæslumálum á fundi fræðsluráðs í byrjun mánaðarins. Fjöldi barna með lögheimili í Vestmannaeyjum fædd árið 2015 eru 57. Af þeim voru 53 börn orðin 9 mánaða þann 1. september síðastliðinn.

17 þeirra eru byrjuð í leikskóla. Af þeim 36 börnum, sem ekki eru byrjuð í leikskóla eru 15 börn í daggæslu hjá þremur dagforeldrum. 14 foreldrar fá heimagreiðslur fyrir börn sín. Af þeim 14 eru 4 á biðlista eftir daggæslu. 14 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum verða 9 mánaða í september til desember 2016 (fædd í desember 2015 til mars 2016). Af þeim eru tvö börn á biðlista eftir daggæsluplássi og tvö börn yngri en 9 mánaða.

Bráðabirgðaúrræði vegna daggæslu.

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf. Áfram eru þrír dagforeldrar að störfum líkt og fyrir sumarlokun og er því vonandi að nást stöðugleiki í dag líkt og stefnt hefur verið að meðal dagforeldra. Nýlega var farið að bjóða upp á heimagreiðslur og virðist það ætla að gefa góða raun. Í ljósi þess að enn eru börn á biðlista eftir daggæslu í dag felur fræðsluráð framkvæmdastjóra að framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd fram að áramótum til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði. Stefnt skal að því að opna Strönd eins fljótt og verða má. Fræðsluráð mun áfram fylgjast vel með framgangi mála, segir í fundargerð ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-