Í nálgunarbann gagnvart þroskaskertri konu

14.September'16 | 21:09

Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að maður sem er grunaður um kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu verði gert að sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði gagnvart konunni. Maðurinn er 30 árum eldri en hún. Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu lögreglustjórans en Hæstiréttur sneri við þeim dómi.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar var lögreglu tilkynnt um kynferðisbrot í mars í fyrra. Þá hafði konan greint föður sínum frá því að hún og karlmaðurinn hafi oft kúrað saman og í eitt skiptið hafi hann verið nakinn undir sænginni í rúminu. Konan greindi jafnframt frá því að hann hafi í nokkur skipti káfað á kynfærum hennar, bæði innan klæða og utan. Í dómi segir að hún hafi ekki viljað eða getað greint frá því hvað hann hafi gengið langt. 

Karlmaðurinn neitaði sök við skýrslutöku og sagði hann að þau væru aðeins vinir. Konan hafi komið heim til hans í nokkur skipti og spilað tölvuleiki en það hafi aldrei neitt kynferðislegt átt sér stað. Í dómi kemur fram þau hafi kynnst þegar þau unnu saman. Maðurinn var aftur tekinn í skýrslutöku tæpum tveimur vikum síðar og þá voru Facebook-samskipti hans við konuna borin undir hann. Þar hafi hann sent skilaboð um að sér þætti gott að kúra og hann sofi stundum nakinn. Hann hafi svo spurt konuna hvort henni hafi þótt það óþægilegt. Hún hafi svarað að sér þætti það smá óþægilegt.

Í dómi er vitnað í vottorð geðlæknis en þar kemur fram að heildargreindarvísitala konunnar sé nálægt 75 en karlmaðurinn sé ekki greindarskertur. Í mati sálfræðings kom fram að greindarvísitala konunnar væri 65, sem er á stigi vægrar greindarskerðingar en vegna einhverfueinkenna og skorts á aðlögunarfærni megi segja að skerðing hennar sé meiri en niðurstöður greindarprófs gefi til kynna.

Mat geðlæknis var að þau upplifi sig bæði sem einmana einstaklinga sem eigi fáa vini og sæki bæði í samskipti hvort við annað. Í matinu kom einnig fram að maðurinn hafi játað brot sín að hluta í matsviðtölum.

Í mati sálfræðings, sem er vitnað í, kemur fram að konan vonist til að verða vinur karlmannsins aftur. Sálfræðingurinn segist eiga erfitt með að sjá hvernig tryggja megi öryggi hennar í návist hans ef slík umgengni sé eftirlitslaus. Mat sálfræðings var að þau væru ekki á jafningjagrundvelli þar sem brotaþoli sé leiðitöm og auðvelt sé að hafa áhrif á skoðanir hennar og hegðun. Í mars barst lögreglu bréf frá réttargæslumanni konunnar þar sem hann hafi bent á að sakborningur hefði komið á vinnustað brotaþola í að minnsta kosti tvö skipti. Lögregla beindi þeim tilmælum að honum að vera ekki í samskiptum við konuna en samkvæmt öðru bréfi frá réttargæslumanni varð hann ekki við þeim tilmælum.

„Þá vilji lögreglustjórinn benda á að í samskiptum þeirra hafi sakborningur ítrekað sagt að mál þetta væri rugl og vitleysa og gert lítið úr brotum sínum gagnvart brotaþola. Telji lögreglustjórinn að þannig sé sakborningur að hafa áhrif á framburð brotaþola á síðari stigum málsins. Því sé mikilvægt að þau séu ekki í samskiptum meðan málið er til meðferðar í réttarvörslukerfinu þar sem samskipti þeirra geti hafi alvarlegar afleiðingar á framgang málsins í kerfinu,“ segir í dómi.

 

Rúv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.