Þorsteinn Gunnarsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

12.September'16 | 18:03

Þorsteinn Gunnarsson

Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Þorsteinn er sem kunnugt er Eyjamaður og starfaði m.a sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV í lok síðustu aldar.

Þorsteinn er 50 ára sviðsstjóri og hefur í tæp 9 ár starfað hjá Grindavíkurbæ, fyrst sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi og svo sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og hefur því víðtæka reynslu innan stjórnsýslunnar. Hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, m.a. á Stöð 2. Hann er með meistarapróf í verkefnisstjórnun (MPM) og diplóma og í opinberri stjórnsýslu og lærði fjölmiðlafræði í Svíþjóð á sínum tíma.

Þorsteinn hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum, m.a. í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness og Reykjanes Geopark. Eiginkona hans er Rósa Signý Baldursdóttir grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn, segir í frétt vefsíðunnar 641.is.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.