Taflfélag Vestmannaeyja:

Helgi Ólafsson sigraði afmælismótið

12.September'16 | 08:53

Helgi Ólafsson stórmeistari varð hlutskarpastur á afmælismóti Taflfélags Vestmannaeyja sem fram fór um helgina. Taflfélagið átti níutíu ára afmæli fyrr á árinu. Meðal keppenda voru margir skákmenn sem teflt hafa með félaginu í áratugi.

Við mótslok gerði Arnar Sigurmundsson formaður og aðalskipuleggjandi mótsins lauslega könnun á því hve margir keppendur hefðu sinnt formennsku í félaginu. Kom í ljós að sjö keppendur hefðu einhvern tímann verið formenn félagsins á síðustu 50 árum! 

Sigur Helga var mjög öruggur og rakaði hann inn átta vinningum í níu skákum. Hann lenti í taphættu gegn Elvari Guðmundssyni en vann aðrar skákir nokkuð örugglega fyrir utan tvö jafntefli gegn þeim Davíð Kjartanssyni og Ægi Páli Friðbertssyni. Davíð varð í öðru til þriðja sæti ásamt Oliver Aron Jóhannessyni en þeir hlutu sex og hálfan vinning.

Við verðlaunaafhendinguna flutti Helgi Ólafsson skemmtilega ræðu. Fór hann yfir ýmislegt á sínum upphafsárum í Taflfélagi Vestmannaeyja rétt fyrir 1970. Minntist Helgi þess hve mótandi þessi ár voru fyrir hann sem einstakling og skákmann og færði félaginu og reyndum félagsmönnum þess sérstakar þakkir.

Mótshaldið gekk afar vel. Léttleikandi andi og vinastemning sveif yfir vötnum þótt hart væri barist á borðinu. Landsbanki Íslands var helsti styrktaraðili mótsins, segir í frétt á skak.is.

Lokastaðan:

1 1 GM Olafsson Helgi  ISL 2539 8 47 36 41
2 2 FM Kjartansson David  ISL 2356 6,5 50 38 33,5
3 4 FM Johannesson Oliver  ISL 2255 6,5 48 36 32,5
4 9   Bergsson Stefan  ISL 2018 5,5 51 38 27,8
5 7 IM Bjarnason Saevar  ISL 2093 5,5 44 33 26,5
6 21   Hermannsson Ólafur  ISL 1623 5,5 34 29 18,3
7 3 FM Gudmundsson Elvar  ISL 2328 5 50 38 26
8 10   Vigfusson Vigfus  ISL 1957 5 50 38 23,5
9 6   Hardarson Jon Trausti  ISL 2100 5 48 37 21,5
10 13   Hauksson Hordur Aron  ISL 1867 5 42 32 20,8
11 14   Gudlaugsson Einar  ISL 1854 5 40 31 18,8
12 5   Fridbertsson Aegir  ISL 2129 4,5 48 37 23,3
13 8   Sverrisson Nokkvi  ISL 2067 4,5 41 31 16,3
14 12   Unnarsson Sverrir  ISL 1937 4,5 40 33 16,8
15 22   Vilhjalmsson Oli Arni  ISL 1614 4,5 36 29 14,5
16 15   Gislason Stefan  ISL 1755 4,5 35 28 10,3
17 19   Sigurðsson Einar  ISL 1685 4,5 33 28 13
18 11   Larsen Guðfinnsson Sæbjörn  ISL 1941 4 43 37 14,5
19 16   Hrolfsson Andri Valur  ISL 1743 4 36 28 9,5
20 18   Sigurmundsson Arnar  ISL 1690 3,5 33 28 6,25
21 17   Olafsson Thorarinn I  ISL 1712 3,5 33 27 5,75
22 20   Davidsson Gudmundur  ISL 1660 2 31 26 1,5
23 24   Þorleifsson Þorri  ISL 0 1,5 31 27 2
24 23   Thordarson Agust Mar  ISL 0 0 33 26 0
                   

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.