Kristján Óli Níels Sigmundsson skrifar:

Spítali eða hótel?

Ef ekki verður farið í að bæta fjármagni á landsbyggðina þá legg ég til að þeir sem búa á landsbyggðinni fái skattafslátt, þar sem að þeir eru ekki að fá sömu þjónustu og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

8.September'16 | 14:17

Ég spyr ykkur eigum við bara ekki að loka spítalanum og heilsugæslunni í Vestmannaeyjum? Þau eru bæði nánast ónothæf, þjónustan er sama sem engin fyrir íbúana, læknar koma frá Reykjavík í stuttan tíma á nokkura mánaða fresti, svo ég spyr er ekki bara best að loka spítalanum og við opnum hótel?

Ef einhver veikist þá getur sá aðili bara farið á Selfoss eða Reykjavík, við gætum sparað heilan helling með þessari lokun. Ég heimsótti spítalann þegar ég kom til Vestmannaeyja vegna framboðsfunds fyrir prófkjör sjálfstæðismanna, og ég spjallaði við yndislega starfsfólk spítalans og það sem ég heyrði frá þeim.

  • Augnlæknir kemur á 2 mánaða fresti, viku í senn.
  • Háls, nef og eyrnalæknir kemur á 2-3 mánaða fresti, 2daga í senn.
  • Barnalæknir kemur á 3 mánaða fresti, 1 dag í senn, Það eru 30 börn á biðlista.
  • Kvensjúkdómalæknir... kom í október 2014... það eru 200 konur á biðlista.
  • Gigtarlæknir kom fyrir sumarið 2016, óvíst hvenær hann kemur næst.
  • Krabbameinslæknir kemur einu sinni á ári í febrúar.

Þú mátt varla fæða barn á sjúkrahúsinu, nema það séu engir fylgikvillar við fæðingu, ef þú vilt mænudeyfingu þá þarftu að ferðast alla leið til Reykjavíkur, getur ekki farið á sjúkrahúsið á Selfossi nema þú viljir sleppa mænudeyfingunni.

Það eru 3 heimilislæknar í Vestmannaeyjum fyrir ca. 5.000 íbúa og 1 hjartalæknir. Samkvæmt heilbrigðisstarfsfólkinu hófst þetta vandamál árið 2009.

Miðað við þessar tölur þá eru Vestmannaeyjar ekki fyrir fjölskyldur með börn, alls ekki fyrir konur, gleymdu því að flytja þangað ef þú ert veik/ur fyrir hjartað eða með krabbamein, hvað þá konur sem eru óléttar, þú verður helst að eiga barnið í Reykjavík. Ekki má gleyma því að það eru fleiri en íbúar í Vestmannaeyjum sem heimsækja sjúkrahúsið fyrir þjónustu, það eru líka ferðamenn sem þurfa að leita sér hjálpar þar.

Svo ég spyr enn og aftur, hvað höfum við að gera með sjúkrahús í Vestmannaeyjum? Mega veikir búa þar?

Hver er lausnin, samkvæmt þeim sem ráða, þá átt þú kæri landsbyggðar íbúi að flytja til Reykjavíkur því að þar færð þú þá þjónustu, þá grunnþjónustu sem þú átt rétt á að fá.

Við þurfum að efla landsbyggðina, það vill enginn flytja útá land ef það er enga grunnþjónustu að fá, samkvæmt þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þá á helst að fá alla til að flytja á höfuðborgarsvæðið, og leggja landsbyggðina af.

Ég segi NEI við þurfum á landsbyggðinnni á að halda, landsbyggðin er okkur öllum mikilvæg, svo ég segi meira fjármagn í uppbyggingu landsbyggðarinnar.
 

  • Samgöngumála
  • Heilbrigðismála
  • Aldraða og Öryrkja

 

Ef ekki verður farið í að bæta fjármagni á landsbyggðina þá legg ég til að þeir sem búa á landsbyggðinni fái skattafslátt, þar sem að þeir eru ekki að fá sömu þjónustu og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.Kristján Óli Níels Sigmundsson
3-4. sæti Sjálfstæðisflokkurinn
Suðurkjördæmi.

Kristjánoli

Kristján Sigmundsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.