Vilja notast við sjúkraþyrlur

Kæmi til með að stytta viðbragðstíma í neyðartilfellum í Eyjum

8.September'16 | 16:40
yfir_sal

Frá fundinum í hádeginu.

Í hádeginu í dag stóðu þeir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir fundi á Háaloftinu. Þar fóru þeir yfir hugmyndir um nýjar og betri leiðir í sjúkraflutningum með sérhæfðum sjúkraþyrlum.

Fjölmenni var á fundinum en rúmlega fjörutíu manns mættu. Þeir Vilhjálmur og Styrmir hafa unnið að þessum hugmyndum með Viðari Magnússyni formanni Fagráðs sjúkraflutninga Íslands og Njáli Pálssyni formanni fagdeildar utanspítalaþjónustu hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Hugmyndir þeirra taka mið af því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Þeir félagar horfa m.a. til norskrar fyrirmyndar þar sem sjúkraþyrlur, mannaðar sérhæfðum neyðarlækni og bráðaflutningamanni, eru nýttar til sjúkraflutninga en einnig til að flytja sérhæft starfsfólk og tæki beint á vettvang. Þyrlur sem þessar hafa mun styttri viðbragðstíma en bæði sjúkraflug og þyrla gæslunnar.

Hugmyndin er til að byrja með að þyrla væri þá staðsett á suðurlandi hugsuð sem þjónustuaðili við svæðið er þá sérstaklega verið að horfa til Vestmannaeyja og fjölmennra ferðamannastaða úr alfara leið.

Verkefni sem þetta kæmi til með að stytta viðbragstíma í neyðartilfellum til muna við Vestmannaeyinga, og auk þess bjóða upp á þann möguleika að flytja hingað sérfræðinga til að sinna neyðartilfellum þegar þau koma upp. Fjölmargar spurningar komu upp á fundinum og var almennt gerður góður rómur af þessari vinnu þeirra félaga.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.