Alfreð Alfreðsson skrifar:

Dugnaður og drift

Ásmundur hefur þann dugnað og þá drift sem þarf til að leiða listann.

8.September'16 | 23:45
asi_elli

Ásmundur hér á góðri stundu með Elíasi Jörundi, bróður sínum.

Hugurinn leitar á Grænuhlíð 18 fyrir gos, æskuheimili Ásmundar Friðrikssonar, en þar var ég daglegur gestur og nánast hluti fjölskyldurnnar. Að gosi loknu bjó ég á heiili foreldra Ása og lauk hér gagnfræðaprófi.

Ég hef oft velt fyrir mér fórnfýsi þessa góða fólks í minn garð og velvild. Þetta er jarðvegurinn sem vinur minn Ásmundur Friðriksson er alinn upp í.

Dugnaður og drift er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Ási er annars vegar, víða hefur drengurinn komið við og oftar en ekki lent í forystuhlutverkinu. Formaður ÍBV, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBK, verkefnisstjóri Ljósanætur og bæjarstjóri í Garði svo eitthvað sé nefnt. Merkilegast er það auðvitað að hann var einn af stofnendum og formaður Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum.

Ég held að engum dyljist að á þeim þremur árum sem Ási starfaði sem sveitarstjóri í Garði hafi hann komið því ágæta sveitarfélagi betur á kortið en nokkur annar. Orð eru óþörf, árlega erum við minnt á þátt Ása í uppbyggingu listalífs þess ágæta sveitarfélags.

Ásmundur Friðriksson er ekki fæddur með silfurskeið í munni og hefur þurft að hafa fyrir sínu. Að lenda í öldugangi í lífsins sjó er skóli sem aldrei verður tekinn frá okkur. Fólk sem slíkt hefur reynt kann betur að setja sig í spor annara og sýnir lífinu meiri auðmýkt.

Það sem ég kann að meta við þingmanninn Ásmund Friðriksson er það að hann er tilbúinn að synda á móti straumnum telji hann það nauðsynlegt. Honum hefur oft verið legið það á hálsi að hugsa með hjartanu, en slíkt er mannkostur. Ási hefur líka sýnt það með verkum sínum að hann er í góðum tengslum við fólkið í kjördæminu og hefur þá drift sem til þarf.

Það er okkur Vestmannaeyingum mikilvægt að okkar maður skipi fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Við þurfum mann sem getur dregið vagninn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins vegur þyngra en allir aðrir. Ég veit að Ási er sá maður. Hann hefur sýnt það og sannað með verkum sínum í gegnum tíðina. Ég skora þess vegna á Vestmannaeyinga og alla sunnlendinga að ganga á kjörstað á laugardaginn og veita Ásmundi Friðriksyni brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fjórðungnum til heilla.

 

Alfreð Alfreðsson.

alfred

Alfreð Alfreðsson

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.