Áhyggjur af fækkun ferða Herjólfs

Nýtt met slegið í farþegaflutningum til Vestmannaeyja, en ferðaþjónustuaðilar hafa áhyggjur af fækkun ferða 15. september.

5.September'16 | 17:01

Í hverjum mánuði er slegið nýtt met hjá farþegum sem koma með Herjólfi. Svo hafa verið nokkuð góðar bókanir með farþegaskip og skemmtiferðaskip. Massinn sem er að koma hérna yfir hefur aldrei verið meiri.

Sama og má segja svo sem alls staðar á suðurlandi,“ segir Páll Marvin Jónsson í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem sér um ferðaþjónustumál í bænum í samtali við Vb.is.

Koma gagngert á sum veitingahúsin

„Við höfum verið að fjölga veitingahúsum og erum með nokkur mjög vönduð veitingahús sem eru að fá mjög góða dóma á tripadvisor. Sumir eru jafnvel að koma hingað gagngert til að koma á sum veitingahúsin, það er mjög ánægjulegt.“

Meðal þeirra veitingahúsa sem eru í Vestmannaeyjum má nefna staðina Gott, Slippurinn, Einsi Kaldi og Tanginn. Einnig má nefna 900 grill og Vöruhúsið sem eru meira í skyndibitum.

Umferð dettur niður yfir veturinn

„Gallinn við rekstur ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum er þessi blessaði Herjólfur, yfir vetrartímann þá dettur niður traffíkin hérna, þá er ekki grundvöllur til að reka alla vega svona marga staði, veit að síðasta vetur lokuðu bæði Slippurinn og Gott að alla vega einhverju leiti,“ segir Páll, en sumaráætlun lýkur 15. september og þá fækkar mjög ferðum Herjólfs til landsins.

„Sem er náttúrulega miður því auðvitað viljum við hafa þessa staði opna allt árið um kring.“

Vilja hafa sumaráætlun lengur

Páll segir að mikið sé að gera enn í bænum og full skip, sérstaklega í tengslum við helgarnar. 

„Það er alveg þess virði að hafa sumaráætlun eitthvað fram eftir, alla vega þessum fjölda ferða,“ segir Páll, en í Vestmannaeyjum hefur á síðustu árum aukist töluvert af gistirýmum.

„Það er svona ýmislegt að gerast í því. Hótel Vestmannaeyjar opnuðu í fyrra nýja álmu, þannig að það var mikil og góð viðbót við hótelbransann hérna og svo er nýlega búið að opna hérna Capin, eða skápahótel, með 40 gistirýmum. Og í rauninni ef okkur tekst að halda úti samgöngum allt árið um kring, þá er grunnur til þess að fjölga ennþá meira gistiplássum hérna.“

 

Vb.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.