Kæru Heimaeyjarmenn og konur!

Stóra Lundaballið framundan

Verður þann 24. september í Höllinni.

3.September'16 | 13:50

Það er okkur er mikill heiður, að fá að kynna loksins Stóra Lundaballið. Eins og flestum er ljóst, sem eru eitthvað að sér í mannkynsögunni,  þá var Veiðifélagið Heimaey stofnað 4.júlí 2008,  strax fundu stofnendur fyrir gríðarlegum skjálfta í hnjám úteyjarmanna um að nú yrðu sett glæný viðmið í framkvæmd Lundaballs.

Úteyjarmenn komu að máli við okkur og spurðu, stamandi, hvort við ætlum að vera með í „hringnum“ eins og það er kallað og halda Lundaballið eins og litlu eyjarnar, þeim svelgdist á þegar svarið var JÁ. Nú er komið að því og skemmst frá því að segja að það hefur komið okkur notalega á óvart hversu lítíð mál það er að halda Lundaball.

Við vonum að bæjarbúar, allir sem einn, sameinist um að gera Lundaballið að ánægjulegustu kvöldstund ársins hér í Eyjum og þá erum við að telja Aðfangadags og Gamlárskvöld með. Það verður lítið mál.

Ágæti lesandi, ekki sitja heima á sögulegri stund, vertu kengruglaður með okkur.

Stjórn Veiðifélags Heimaeyjar.

 

Stóra Lundaballið verður þann 24. september í Höllinni.

Hér má skoða bækling félagsins sem borinn var út í öll hús í Eyjum í vikunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is