Umhverfis- og skipulagsráð:

Leggjast gegn hækkun húss á Strandvegi

2.September'16 | 10:48
strandvegur_69

Húsið sem um ræðir er við Strandveg.

Umhverfis- og skipulagsráð tók fyrir að nýju fyrirspurn Steina og Olla ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu ráðsins til breytinga á skilmálum deiliskipulags vegna Strandvegs 69.

Í samræmi við gildandi skipulag, sem og fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsráðgjafa, leggst Umhverfis- og skipulagsráð gegn hækkun á umræddu húsnæði upp í 10 metra en húsið stendur nú í 9,3 m. en ekki 7 m eins og misritað er í gögnum skipulagsins. Ráðið setur sig ekki á móti því að gerðar verði þrjár hæðir í stað tveggja innan byggingarramma hússins. Hvað varðar fyrirspurn um breytingu á notkun húsnæðisins þá samræmist slíkt ekki aðalskipulagi og ráðið getur því ekki heimilað slíka breytingu, segir í bókun ráðsins vegna fyrirspurnarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.