Umhverfis- og skipulagsráð:

Leggjast gegn hækkun húss á Strandvegi

2.September'16 | 10:48
strandvegur_69

Húsið sem um ræðir er við Strandveg.

Umhverfis- og skipulagsráð tók fyrir að nýju fyrirspurn Steina og Olla ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu ráðsins til breytinga á skilmálum deiliskipulags vegna Strandvegs 69.

Í samræmi við gildandi skipulag, sem og fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsráðgjafa, leggst Umhverfis- og skipulagsráð gegn hækkun á umræddu húsnæði upp í 10 metra en húsið stendur nú í 9,3 m. en ekki 7 m eins og misritað er í gögnum skipulagsins. Ráðið setur sig ekki á móti því að gerðar verði þrjár hæðir í stað tveggja innan byggingarramma hússins. Hvað varðar fyrirspurn um breytingu á notkun húsnæðisins þá samræmist slíkt ekki aðalskipulagi og ráðið getur því ekki heimilað slíka breytingu, segir í bókun ráðsins vegna fyrirspurnarinnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.