Landakirkja á sunnudaginn:

Kveðjumessa séra Kristjáns

1.September'16 | 16:05
kristjan_bj

Sr. Kristján Björnsson

Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur okkar Eyjamanna til margra ára syngur kveðjumessu sína nk. sunnudag, 4. september kl. 11:00 í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn okkar færa organista Kitty Kovács.

Sr. Kristján var skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum þann 1. september árið 1998. Hann fór svo í leyfi frá Landakirkju 1. júlí 2016 til þess að sinna afleysingum í Eyrarbakkaprestakalli og hafið þá starfað sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum í rétt tæp 18 ár.

Þegar staða sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli var svo auglýst til umsóknar í mars sl. hreppti Kristján embættið.

Starfsfólk og sóknarnefnd Landakirkju vill óska Kristjáni áframhaldandi góðs gengis á nýjum stað og þakkar góðar stundir í gegnum árin.

Sóknarnefnd Landakirkju býður kirkjugestum til kirkjukaffis að lokinni athöfn, segir í frétt á vefsíðu Landakirkju.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.