Löggæslukostnaður bæjarhátíða

Óeðlilegt að löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni

31.Ágúst'16 | 08:58
logregla_thjodhatid

Frá Þjóðhátíð 2016. Mynd/Gunnar Ingi.

Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær þann kostnað sem víða á landsbyggðum er lagður á bæjarhátíðir og staðbundnar menningarhátíðir þótt á sama tíma sé löggæsla vegna sambærilegs skemmtanahalds á höfuðborgarsvæðinu greidd af ríkinu.

Í Vestmannaeyjum liggur fyrir að löggæslukostnaður vegna þjóðhátíðar er 4 milljónir. Þá hefur Vestmannaeyjabær átt frumkvæði að samstarfi við lögregluna vegna gosloka sem falið hefur í sér að Vestmannaeyjabær greiðir fyrir auka vaktir lögreglumanna og getur þannig dregið úr annars nauðsynlegri gæslu á mótstað.

Um leið og bæjarráð þakkar lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir farsælt samstarf hvetur það til þess að verklag um kostnaðarþátttöku vegna menningar- og bæjarhátíða um allt land verði samræmt. Með öllu óeðlilegt verður að telja að grunnþjónusta eins og löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni, segir í bókun bæjarráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.