Georg Eiður Arnarson söðlar um:

Hættur á sjó - hefur störf sem hafnarvörður

31.Ágúst'16 | 23:09
goggi

Georg Eiður á bryggjunni í Eyjum.

,,Á miðnætti hefst nýtt kvótaár en að þessu sinni á afar óvenjulegan hátt hjá mér, vegna þess að ég er ekki að fara á sjó, heldur er ég að hefja störf í fyrramálið sem hafnarvörður í Vestmannaeyjum." Svona hefst nýjasti pistill Georgs Eiðs Arnarsonar, smábátasjómanns til áratuga.

Georg segir ennfremur að stærsta ástæðan fyrir þessari ákvörðun að sækjast eftir öðru starfi og hætta í útgerð (báturinn er ekki seldur enn, svo enn er ég að sjálfsögðu ennþá í útgerð) eru vinnubrögð Hafró sem hafa enn einu sinni gert gríðarleg mistök í útreikningum sínum á því, hvað óhætt sé að veiða af vissum tegundum.

Síðan segir hann: ,,En svona lítur þetta út í mínum huga, síðustu 15 árin voru 2 aðal tegundir, sem skiptu mestu máli fyrir mína útgerð, á fyrri hlutanum ýsa og á seinni hlutanum langa. Um 2007 var ýsukvótinn 105 þúsund tonn og hafði farið upp í það á örfáum árum, eða úr ca. 40 þúsund tonnum. Á þessum tímapunkti greip pólitíkin inn í og þáverandi sjávarútvegsráðherra opnaði alla fjöruna við suðurströndina fyrir snurvoða veiðum að kröfu örfárra útgerða úr Þorlákshöfn, með þeim afleiðingum að ýsustofninn var strádrepinn á örfáum árum og er á nýja fiskveiðiárinu aðeins liðlega 34 þúsund tonn, og það sem merkilegra er, fjaran er ennþá opin fyrir snurvoð."

 

Pistil Georgs í heild sinni má lesa hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.