Alfreð og Jeffs sagðir stýra ÍBV áfram

31.Ágúst'16 | 14:18
Ian_Jeffs

Ian Jeffs

Vefurinn Fótbolti.net segist hafa heimildir fyrir því að allt bendi til þess að Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs muni stýra ÍBV áfram út tímabilið. Bjarni Jóhannsson hætti sem kunnugt er óvænt sem þjálfari ÍBV um þarsíðustu helgi.

Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs tóku tímabundið við liðinu og stýrðu því í 2-1 tapi gegn Víkingi R. um síðustu helgi og í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R. á sunnudaginn. Eyjamenn höfðu greint frá því að þjálfaramálin myndu liggja fyrir í vikunni og samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður lendingin sú að Alfreð og Jeffs klári tímabilið.

Alfreð var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en hann þjálfar 2. flokk karla hjá félaginu. Jeffs er leikmaður ÍBV en hann þjálfar einnig meistaraflokk kvenna.

ÍBV er í 10. sæti í Pepsi-deild karla með 18 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar fimm umferðir eru eftir.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).