Pysjurnar byrjaðar að fljúga í bæinn

30.Ágúst'16 | 07:59
born_og_pysja_saeh

Börnin hafa sérlega gaman að pysjunum. Mynd/Sæheimar.is.

Pysjurnar eru orðnar 9 sem hafa skilað sér á vigtina í Sæheimum og fjörið rétt að byrja, segir í frétt frá Sæheimum. Þar verður í ár líkt og vanalega svokallað pysjueftirlit. Pysjurnar eru vigtaðar og vængmældar og ef allt er eðlilegt, má fara og sleppa þeim.

Í fyrra var metár í pysjueftirlitinu en þá var fjöldi pysja 3831. Var það mesti fjöldi frá upphafi pysjueftirlitsins, sem hófst árið 2003. Eitthvað virðast pysjurnar fyrr á ferðinni í ár því í fyrra kom fyrsta pysjan ekki fyrr en 8. september og þær síðustu þann 23. október eða daginn fyrir síðasta vetrardag. Það þótti óvenju seint.

Sem fyrr mun Eyjar.net fylgjast með pysjueftirlitinu og flytja lesendum fréttir af gangi mála.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.