Innanríkisráðherra leggur til formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar

30.Ágúst'16 | 17:22

Innanríkisráðherra hefur í dag sent Reykjavíkurborg bréf þar sem lagt er til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar í samráði við önnur sveitarfélög og hagsmunaaðila.

Í bréfinu kemur fram að innanríkisráðherra telji afar mikilvægt að ríki og Reykjavíkurborg vinni saman að því að ná víðtækri sátt um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Leggja verði áherslu á fjölþætta og mikilvæga almannahagsmuni sem tengjast innanlandsflugi og lögbundin markmið á sviði samgöngumála.

Þá kemur fram að viðræðurnar muni einnig byggja á þeim forsendum að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022 og að staðsetning hans verði óbreytt svo lengi sem ekki liggi fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.