Umhverfis- og skipulagsráð

Hönnunarsamkeppni um útlit frystiklefa

30.Ágúst'16 | 09:59

Í framhaldi afgreiðslu umhverfis -og skipulagsráðs frá í júlí, varðandi útlit á suðurgafli frystiklefa Vinnslusðvarinnar hefur VSV óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um hönnunarsamkeppni um útlit gaflsins. Óskað er eftir tveimur fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í dómnefnd.

Umhverfis -og skipulagsráð hrósar Vinnslustöðinni fyrir þann vilja og viðleitni til þess að vanda til verka varðandi útlit á suðurgafli frystigeymslu við Kleifar 2. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar í dómnefndinni eru formaður ráðsins, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Hafþór Halldórsson verkefnastjóri á tæknideild. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar eru Pétur Jónsson og Þorsteinn Óli Sigurðsson.
 
Umhverfis -og skipulagsráð veitir lóðarhafa heimild til þess að hefja framkvæmdir í samráði við samþykkt gögn, segir í bókun ráðsins.
 

Minnihlutinn vildi fá mann í dómnefnd

Stefán Ó. Jónasson, fulltrúi E-listans bókaði á fundinum að honum findist óeðlilegt að E-listinn eigi ekki fulltrúa í dómnefnd.
 

Fulltrúar D-lista bókuðu þá eftirfarandi:
Fulltrúar meirihlutans telja ekkert óeðlilegt við að fulltrúi E-lista sitji ekki í ofangreindri dómnefnd og bera fullt traust til þeirra aðila sem hana skipa í þessu máli. Tillögur, afstaða og niðurstaða ofangreindrar dómnefndar mun verða kynnt fyrir Umhverfis -og skipulagsráði þegar að slíkt liggur fyrir, bæði til umræðna og afgreiðslu. Þar hefur fulltrúi E-listans, eins og í öllum öðrum málum sem tekin eru fyrir á fundi ráðsins, fulla heimild til þess að koma með athugasemdir við þá tillögu.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Esther Bergsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Kristinn Bjarki Valgeirsson
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.