Umhverfis- og skipulagsráð

Hönnunarsamkeppni um útlit frystiklefa

30.Ágúst'16 | 09:59

Í framhaldi afgreiðslu umhverfis -og skipulagsráðs frá í júlí, varðandi útlit á suðurgafli frystiklefa Vinnslusðvarinnar hefur VSV óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um hönnunarsamkeppni um útlit gaflsins. Óskað er eftir tveimur fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í dómnefnd.

Umhverfis -og skipulagsráð hrósar Vinnslustöðinni fyrir þann vilja og viðleitni til þess að vanda til verka varðandi útlit á suðurgafli frystigeymslu við Kleifar 2. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar í dómnefndinni eru formaður ráðsins, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Hafþór Halldórsson verkefnastjóri á tæknideild. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar eru Pétur Jónsson og Þorsteinn Óli Sigurðsson.
 
Umhverfis -og skipulagsráð veitir lóðarhafa heimild til þess að hefja framkvæmdir í samráði við samþykkt gögn, segir í bókun ráðsins.
 

Minnihlutinn vildi fá mann í dómnefnd

Stefán Ó. Jónasson, fulltrúi E-listans bókaði á fundinum að honum findist óeðlilegt að E-listinn eigi ekki fulltrúa í dómnefnd.
 

Fulltrúar D-lista bókuðu þá eftirfarandi:
Fulltrúar meirihlutans telja ekkert óeðlilegt við að fulltrúi E-lista sitji ekki í ofangreindri dómnefnd og bera fullt traust til þeirra aðila sem hana skipa í þessu máli. Tillögur, afstaða og niðurstaða ofangreindrar dómnefndar mun verða kynnt fyrir Umhverfis -og skipulagsráði þegar að slíkt liggur fyrir, bæði til umræðna og afgreiðslu. Þar hefur fulltrúi E-listans, eins og í öllum öðrum málum sem tekin eru fyrir á fundi ráðsins, fulla heimild til þess að koma með athugasemdir við þá tillögu.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Esther Bergsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Kristinn Bjarki Valgeirsson
 
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.