HSU - Vestmannaeyjum:

Deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á sjúkradeild

29.Ágúst'16 | 16:28
arna_idunn_hsu

Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir

Arna Huld Sigurðardóttir settur deildarstjóri á sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum hefur verið ráðin sem deildarstjóri frá 1. september.  Arna Huld hefur starfað á deildinni sem aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri síðastliðið ár í afleysingum.

Arna Huld útskrifaðist árið 2008 sem hjúkrunarfræðingur og stundar meistaranám í stjórnun í Háskólanum á Akureyri. Arna Huld starfaði áður á gjörgæsludeild Landspítala frá útskrift.

Iðunn Dísa Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri frá 1. september.  Iðunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2006 og hefur starfað á sjúkradeildinni frá árinu 2006. Iðunn hefur einnig langan starfsaldur á deildinni sem sjúkraliði.

HSU óskar þeim báðum velfarnaðar í starfi, segir í frétt á heimasíðu stofnunarinnar - hsu.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.