Gísli Matthías á Hlemm

28.Ágúst'16 | 10:47

Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og eigandi Matar og drykks og Slippsins í Vestmannaeyjum, verður einn þeirra veitingamanna sem verður með rekstur í mathöllinni á Hlemmi.

Staðinn mun hann reka ásamt Birni Steinari Jónssyni sem kenndur er við Saltverk. „Þetta verður kokkteila- og bjórbar með íslenskum smáréttum,“ segir Gísli sem hlakkar til að takast á við nýja áskorun.

Haukur Már Gestsson, annar framkvæmdastjóra mathallarinnar, segir allt komið á fullt fyrir alvöru og ótrautt sé stefnt á opnun í desember. Búið er að rífa allt út úr húsinu, byrjað á lögnum og öðru þannig að ef allt gengur upp mun mathöllin opna dyrnar sínar í jólamánuðnum.

Auk staðar Gísla og Björns verður á Hlemmi grænmetisverslun þar sem einungis verður fáanlegt íslenskt grænmeti, kryddjurtir og ber. Áður hafði verið tilkynnt um staðina Urban Pasta sem verður ítalskur bístró þar sem pastað er gert á staðnum og Te og kaffi micro roast kaffibar. Tilkynnt verður um fleiri staði á allra næstu vikum.

 

Fréttatíminn greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is