Vestmannaeyjaprestakall:

Viðar Stefánsson ráðinn prestur

25.Ágúst'16 | 15:59

Viðar Stefánsson, 26 ára gamall guðfræðingur frá Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, hefur verið ráðinn prestur við Landakirkju, Vestmannaeyjaprestakalli frá og með 1. september 2016. Þetta var niðurstaða valnefndar sem sat að störfum í gær og tók viðtöl við þá fjóra umsækendur sem sóttu um starfið.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands staðfesti svo val nefndarinnar fyrr í dag.

Viðar hefur starfað sem leiðtogi í barnastarfi m.a. í Skálholti og í Áskirkju í Reykjavík og hefur starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ undanfarna mánuði. Þessa stundina leggur hann stund á sálgæslufræði á framhaldsstigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Um leið og við bjóðum Viðar velkomin til starfa þökkum við Sr. Úrsúlu Árnadóttur fyrir velunnin störf en hún hefur leyst af í Landakirkju frá því síðastliðið haust. Störf sín hefur hún unnið af alúð og myndugleika, segir í frétt á vef Landakirkju.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.