Nýir aðstoðarleikskólastjórar hjá Vestmannaeyjabæ

24.Ágúst'16 | 19:20

Búið er að ráða í báðar stöður aðstoðarleikskólastjóra hjá Vestmannaeyjabæ sem auglýstar voru á dögunum. Annarsvegar er um að ræða stöðu við Víkina, og hinsvegar við Kirkjugerði.

Lóa Baldvinsdóttir er ráðin í stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Kirkjugerði. Lóa er leikskólakennari og hefur starfað sem deildarstjóri á Kirkjugerði sl. átta ár. Einn aðili sótti um stöðuna.

Þórey Svava Ævarsdóttir er ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri við Víkina. Þórey sem er grunnskólakennari að mennt hefur starfað sem deildarstjóri á Víkinni í þrjú ár og verið hægri hönd leikskólastjóra í fjarveru hans. Tveir sóttu um stöðuna.

Kristín Ellertsdóttir gengdi áður stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Vestmannaeyjabær þakkar Kristínu fyrir samstarfið og óskar um leið Lóu og Þóreyju til hamingju.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.