Almenningssalernin enn lokuð

24.Ágúst'16 | 13:58
stebbi_salerni

Stefán Jónasson kom að læstum dyrum er hann ætlaði að nýta sér salerni bæjarins í gær.

Nú þegar fáir dagar eru eftir af ágúst-mánuði hefur ekki enn tekist að opna almenningssalernin á Vigtartorginu. Ljósmyndari Eyjar.net hitti á Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúa við salernin í gær.

„Hér er allt harðlokað“ sagði Stefán og bætti við „og sumarið að verða búið.“ Stefán er ekki sáttur við slíkan framkvæmdahraða og bendir á að framkvæmdir við salernin hafi hafist um svipað leiti og Vinnslustöðin hóf framkvæmdir sínar við nýtt uppsjávarfrystihús. „Þeir prufukeyrðu hjá sér í síðustu viku, en mér er ekki kunnugt um að búið sé að prufukeyra þessi blessuðu salerni.“ segir Stefán.

Áttu að vera klár í byrjun júní

Páll Marvin formaður bæjarráðs og formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja sagði 2. júní sl. í viðtali við Eyjar.net:

„Í smíðum eru því salerni sem koma munu ofan á Brattagarð á Vigtartorginu. Er mér sagt að þau verði klár í næstu viku, en þau eru í smíðum eða uppsetningu inni í gamla HSH húsinu."

Grunnþjónusta sem á að vera í lagi

Stefán Óskar segir ennfremur í samtali við Eyjar.net í gær að hann ætli að óska eftir við fulltrúa Eyja-listans í framkvæmda- og hafnarráði að skýringa væri leitað á seinagangi þessum. ,,Þetta er grunnþjónusta við ferðamenn sem sækja okkur heim og á að vera í lagi" sagði Stefán að endingu.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.