Dagbók lögreglunnar:

Hurð brotin upp um borð í Sighvati Bjarnasyni VE

22.Ágúst'16 | 16:06

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar gekk ágætlega fyrir sig og var rólegt í kringum öldurhús bæjarins.

Síðdegis þann 19. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt að farið hafði verið um borð í Sighvat Bjarnason VE þar sem skipið lá við Kleifarbryggju. Þarna hafi hurð að skipstjóraklefa verið brotin upp en ekki er vitað hvort eitthvað var tekið úr klefanum.  Talið farið hafi verið um borð í skipið að kvöldi 18. ágúst sl. eða aðfaranótt 19. ágúst sl.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um grunsamlegar mannaferðir þarna á bryggjunni um þetta leiti eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Að kvöldi 21. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur væri í fiskikari sem væri í kari við Hlíðarveg.  Í ljós kom að þarna hafði ösku úr reykkofa verið hent í karið en ekki hafði alveg verið kulnað í eldinum og gaus hann upp aftur.  Ekkert tjón varð og var eldurinn slökktur fljótlega.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna. Í einu tilviki var um kæru vegna hraðaksturs að ræða þar sem ökumaður ók á 70 km/klst. þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.  Þá fékk einn ökumaður kæru fyrir að vera með of marga farþega í bifreið sinni og þá liggur kæra fyrir vegna ástands ökutækis.

Þar sem grunnskólarnir eru að hefja starf sitt þá vill lögreglan minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni og þá sérstaklega í kringum skólana enda fjöldi barna sem leið eiga um götur bæjarins á leið sinni til og frá skóla.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.