Meta hvort skipa skuli rannsóknarmann

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir félagið vera vant endalausum og ástæðulausum ásökunum aðaleiganda Brims.

20.Ágúst'16 | 21:06

Í bréfi sem dagsett er 10. ágúst sl. fellst iðnaðar- og viðskiptaráðherra á að endurskoða ákvörðun sína frá 19. apríl sl. þar sem hann hafnaði beiðni Stillu útgerðar sem í dag er hluti af Brim hf., minnihluta eiganda í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, um að ráðherra tilnefndi rannsóknarmenn til að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi félagsins.

Ráðuneytið mun koma til með að fjalla um rannsóknarbeiðnina eins og hún var borin upp á aðalfundi félagsins þann 2. júní 2015. Tillagan var samþykkt með atkvæði 30,9% hlutfjár. Frá þessu er greint á vb.is.

Telja háttsemi innan félagsins óviðeigandi og óréttmæt

Beiðnin á rætur sínar að rekja til flókins deilumáls milli hluthafa Vinnslustöðvarinnar en í bréfi frá lögmanni Stillu útgerðar til ráðherra kom fram tillaga þess efnis að rannsökuð yrði með- ferð eigin fjár Vinnslustöðvarinnar í tengslum við samruna félagsins við Ufsaberg-útgerð ehf. Nánar tiltekið afhending hlutafjár í eigu félagsins til eigenda Ufsabergs. Þá er jafnframt óskað eftir því að rannsakað verði sérstaklega verð- mat á eignum í viðskiptunum og hvort hagsmunir félagsins hafi verið fyrir borð bornir.

Einnig með hliðsjón af tengslum aðila í gegnum svonefnt hluthafasamkomulag milli stórra hluthafa og stjórnenda í félaginu hvort samruninn og afhending eigin bréfa félagsins hafi verið til þess fallið að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna. Í bréfnu er því haldið fram að rökstuddur grunur sé uppi um óviðeigandi og óréttmæta háttsemi innan félagsins og því beri að skipa umræddan rannsóknarmann.

Hlutafé selt langt undir raunverulegu verðmæti

Í bréfi minnihlutans segir að hlutabréf Vinnslustöðvarinnar hafi verið afhent eigendum Ufsabergs útgerðar eftir að hinir sömu aðilar og hafi tekið ákvörðun um sölu bréfanna hafi undirritað sérstakt hluthafasamkomulag sem tryggði þeim sjálfum atkvæðavægi bréfanna á hluthafafundum, forkaupsrétt og verðmyndun við sölu.

 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).