Glórulaust dæmi

Umræðan um kvótauppboð á villigötum, segir framkvæmdastjóri VSV.

18.Ágúst'16 | 13:48

„Umræðan hérlendis um að kvótauppboðin í Færeyjum hafi lukkast svo vel, að sjálfsagt sé að taka upp sama fyrirkomulag hér, er vægast sagt byggð á mikilli vanþekkingu. Menn reikna sig upp í háar fjárhæðir sem íslenskt samfélag hafi verið snuðað um og heimta breytingar strax í anda Færeyinga.“

Þetta sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali við Fiskifréttir í dag. 

Hann tók sem dæmi makrílinn sem sleginn var á 66 íslenskar krónur kílóið á uppboðinu í Færeyjum. Skilaverð á sjófrystum makríl frá Íslandi er núna um 122 krónur. Frá því dragast laun sjómanna sem eru 44 krónur. Síðan fara 16 krónur í olíu, 20 krónur í veiðarfæri og viðhald og 18 krónur í annan kostnað (tryggingagjöld, sölukostnað, löndun, flutninga o.fl.). Þá eru eftir 24 krónur í vexti, afskriftir, fjárfestingar og arð. Þessi útreikningur er byggður á reikniformúlum Hagstofunnar. Hvar á þá að taka 66 króna kvótagjaldið, spyr framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og bætir við að þetta sé auðvitað glórulaust dæmi.

 

Sjá nánar í Fiskifréttum.  

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).