Glórulaust dæmi

Umræðan um kvótauppboð á villigötum, segir framkvæmdastjóri VSV.

18.Ágúst'16 | 13:48

„Umræðan hérlendis um að kvótauppboðin í Færeyjum hafi lukkast svo vel, að sjálfsagt sé að taka upp sama fyrirkomulag hér, er vægast sagt byggð á mikilli vanþekkingu. Menn reikna sig upp í háar fjárhæðir sem íslenskt samfélag hafi verið snuðað um og heimta breytingar strax í anda Færeyinga.“

Þetta sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali við Fiskifréttir í dag. 

Hann tók sem dæmi makrílinn sem sleginn var á 66 íslenskar krónur kílóið á uppboðinu í Færeyjum. Skilaverð á sjófrystum makríl frá Íslandi er núna um 122 krónur. Frá því dragast laun sjómanna sem eru 44 krónur. Síðan fara 16 krónur í olíu, 20 krónur í veiðarfæri og viðhald og 18 krónur í annan kostnað (tryggingagjöld, sölukostnað, löndun, flutninga o.fl.). Þá eru eftir 24 krónur í vexti, afskriftir, fjárfestingar og arð. Þessi útreikningur er byggður á reikniformúlum Hagstofunnar. Hvar á þá að taka 66 króna kvótagjaldið, spyr framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og bætir við að þetta sé auðvitað glórulaust dæmi.

 

Sjá nánar í Fiskifréttum.  

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.