Bæjarráð Vestmannaeyja

Ráðherra ekki treystandi til að stýra með handafli hvar atvinnutækifæri eins og aflaheimildir eiga að liggja

17.Ágúst'16 | 09:51

Í reglugerð um strandveiðar sem gefin var út 26. apríl s.l. var aflaviðmiðun á svæði D lækkuð um 200 tonn.

Í ljós hefur komið að þetta hefur valdið miklum truflunum á strandveiðum og flutt atvinnutækifæri frá suðursvæðinu annað. Bæjarráð Vestmannaeyja ályktaði um málið í gær. Í ályktun ráðsins segir:

,,Bæjarráð fjallaði um stöðu strandveiða við suðurströndina og ákvörðun sjávarútvegssráðherra að skerða kvóta til strandveiða við suðurströndina um 200 tonn á sama tíma og hann jók heildarkvóta til strandveiða um 400 tonn eins og gert var með reglugerð um strandveiðar sem gefin var út í vor.

Bæjarráð Vestmanneyja telur að með þessum aðgerðum opinberist enn og aftur sá veruleiki að einstökum ráðherrum er ekki treystandi til að stýra með handafli hvar atvinnutækifæri eins og aflaheimildir eiga að liggja.

Bæjarráð tekur undir þá kröfu sem víða hefur komið fram um að skerðingunni verði skilað til baka og sérstaklega horft til sérstöðu suðursvæðisins."

 

   

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.