Elliði Vignisson skrifar:

Stöndum saman í baráttunni

-Beinum kröfum að þeim sem eru ábyrg, þingheimi og samgönguyfirvöldum

12.Ágúst'16 | 10:56

Vegna viðbragða Sigurmundar Einarssonar við þeim upplýsingum að Vestmannaeyjabær útiloki ekki að stuðla með einhverjum hætti að farþegasiglingum milli lands og Eyja þann tíma sem Herjólfur siglir í Þorlákshöfn vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Fari svo að Vestmannaeyjabær leggi fjármagn í að halda uppi farþegasiglingum í Landeyjahöfn yfir vetrartímann þá er það ekki gert með hagsmuni sérstakra ferðaþjónustuaðila í huga heldur bæjarbúa almennt.  Líkegast verður að telja að slíkt verk verði boðið út, eða í það minnsta að auglýst verði eftir heppilegu skipi til leigu á opinn og gagnsæjan máta.  Þannig geta allir sem áhuga hafa boðið í verkið. 

Undirritaður telur mikilvægt að í Vestmannaeyjum verði sem fyrst hugafarsbreyting hvað varðar umræðu um samgöngur.  Eitt hið mikilvægasta er að hægt sé að ræða hugmyndir um samgöngubætur og miðla upplýsingum til bæjarbúa án þess að út úr þeim sé snúið og þeim sem mælir gerður upp illur hugur eða jafnvel sá fávitaskapur að vita ekki hvaða farþegaskip eru í Vestmannaeyjum.  Í stað endalausrar baráttu innbyrðis  verða Eyjamenn að sameinast í raunhæfum kröfum og beina þeim síðan að þeim sem eru ábyrg fyrir samgöngum til Eyja, þingheimi og samgönguyfirvöldum. 

Það er ekkert nema eðilegt að bæjarbúar hafi sterkar skoðanir á samgöngum og eingöngu jákvætt að sem flest sjónarmið heyrist og fyrir þeim sé borin virðing.  Flest höfum við þó eingöngu hagsmuni almennra bæjarbúa í huga og ættum til að mynda að geta orðið sammála um að tafarlaust þarf að fjölga ferðum, fráleitt er að rukka meira í siglingum til Þorlákshafnar, bæta þarf bókunarkerfið, æskilegt væri að yfir vetrartímann væru amk. fólksflutningar í Landeyjahöfn þegar til þeirra viðrar, þótt nýtt skip bæti siglingaröryggi og dragi úr frátöfum þá þarf eftir sem áður að laga höfnina, fjölga þarf bílastæðum í Landeyjahöfn, bæta þarf þjónusturými í báðum höfnum og ýmsilegt fleira má hér. 

Stöndum saman í baráttunni og beinum kröfum að þeim sem ábyrgð bera.  Þannig náum við helst árangri.

 

Elliði Vignisson.

Bæjarstjóri.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.