Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours:

Bendir bæjarstjórn á að í Eyjum er skip sem tekur 63 farþega í vetrarsiglingum

sem hefur siglt í Landeyjahöfn frá febrúar fram í maí síðustu tvö ár

12.Ágúst'16 | 08:35
viking_2016

Víkingur flutti tæpa 5000 farþega sl. tvö ár að vetri til milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja

Elliði Vignisson bæjarstjóri greindi lesendum Eyjar.net frá því í gær, sem rætt var á fundi bæjayfirvalda með innanríkisráðherra. Þar sagði bæjarstjóri m.a:

,,Okkar tillaga var sú að tafarlaust yrði fengin til þjónustu farþegaferja sem flutt gæti 30 til 60 farþega á skömmum tíma milli lands og Eyja þegar veður og sjólag eru hagstæð og þannig reynt að koma á boðlegum fólksflutningum milli lands og Eyja í gegnum Landeyjahöfn yfir vetrartímann.  Ekki náðist samstaða þar um en ég tel mig ekki vera að uppljóstra um neitt leyndmál þótt ég upplýsi að bæjarstjórn Vestmannaeyja útilokar ekki að skoða það einhliða að stuðla að einhverskonar “strætó” ferðum milli lands og Eyja.  Málið allt er þó enn á frumstigi og hvorki hægt að fullyrða né útiloka neitt að svo stöddu."

Í athugasemd við yfirferð Elliða frá í gær segir Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours:

,,Ótrúlegt en satt. Bæjarstjórn virðist ekki vita að hér í Eyjum er skip sem tekur 63 farþega í vetrarsiglingum og hefur siglt í Landeyjahöfn frá febrúar til maí bæði 2014 og 2015 en ekki 2016 þar sem Vegagerðin vildi ekki gera samning síðast liðinn vetur.

Víkingur flutti tæpa 5000 farþega þessi tvö ár að vetri til milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær þurfti ekki að borga krónu með þessum siglingum. Ég hef ekki orðið var við stuðning Bæjarstjórnar Vestmannaeyja á þessum siglingum.

Verður gaman að fylgjast með þegar bæjarfélag ætlar að hasla sér völl á samkeppnissviði siglinga. Vonandi fær bærinn afrakstur farþegagjalda af siglinunum á milli lands og Eyja. Annað en rekstraraðili Víkings. Samningur á flutningum farþega, vöru og bíla er bundinn við eitt fyrirtæki þrátt fyrir að sá samningur hafi runnið út fyrir nokkrum árum og hefur hann verið framlengdur einhliða ár eftir ár eftir það af Vegagerð.

Einfalt! Það er enginn þjóðvegur til Vestmanneyja. Það er ekki að breytast með núverandi fyrirkomulagi og engar áætlanir um breytingar. Þvi miður."

Simmi_viking

Sigurmundur G. Einarsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.