Eldur í uppþvottavél

11.Ágúst'16 | 03:24

Mynd / Úr safni.

Slökkvilið var kallað að fjölbýlishúsi við Áshamar í Vestmannaeyjum rétt eftir miðnætti, þar sem kviknað hafði í uppþvottavél. Níu íbúðir eru í stigaganginum og höfðu allir íbúar komið sér út undir bert loft þegar slökkvilið kom að.

Nágranni uppþvottavélareigendanna hafði þá einnig náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Töluverður reykur myndaðist þó í brunanum og þurfti slökkvilið að reykræsta bæði íbúðina og sameignina.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Vestmannaeyjum varð nokkuð reyktjón í íbúðinni, en aðrar skemmdir voru litlar eða engar. Íbúar fengu að snúa til síns heima fljótlega eftir að slökkvilið kom á vettvang.

 

Ruv.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is