Elliði Vignisson skrifar:

Herkostnaður hagræðingar í sjávarútvegi var - og er - greiddur af sjávarbyggðunum

Árið 1984 voru a.m.k. 54 fiskiskip í Vestmannaeyjum og flest þeirra í rekstri fjölskyldufyrirtækja. Núna eru 6 slík eftir

9.Ágúst'16 | 12:41

Við tiltekt á skrifstofu minni rakst ég á skjal þar sem listuð voru upp skip með skráningarnúmerið VE árið 1984.  Eftirtalin skip voru á þessum lista:

 Gandí, Katrín, Glófaxi, Valdimar Sveinsson, Þórir, Baldur, Björg, Erlingur, Draupnir, Þórdís Guðmundsdóttir, Gullborg, Hafliði, Emma, Jökull, Ófeigur III, Sjöfn, Sjöstjarnan, Nanna, Haförn, Andvari, Sæfaxi, Bergur, Gígja, Heimaey, Gjafar, Sighvatur Bjarnason, Kapp II, Skúli fógeti, Kristín, Þórunn Sveinsdóttir, Danski Pétur, Ófeigur, Frár, Stefnir, Suðurey, Guðmundur, Vestmannaey, Álsey, Bjarnarey, Dala Rafn, Gullberg, Huginn, Sindri, Bylgja, Breki, Klakkur, Bergey, Helga Jóh, Ísleifur, Smáey, Sigurbára, Gideon, Halkion, Sigurfari.  Alls 54 skip.
 
Dreifð eignaraðild
Sammerkt með útgerðum flestra þessara skipa er að þau voru í fjölskyldueigu.  Það er að segja, á bak við hvert skip var fjölskylda sem lifði og hrærðist í útgerðinni.  Gjarnan tók útgerðin síðan virkan þátt í samfélaginu með beinum stuðningi, ráðum og dáðum.
 
 
Horfið atvinnumunstur
Aukin hagræðingarkrafa til að mynda vegna hærri skatta og aukinna fjárfestinga hefur gert út af við flestar fjölskylduútgerðir.  Í dag eru sennilega ekki nema 6 slíkar hefðbundnar fjölskylduútgerðir í Vestmannaeyjum (meðvitað lít ég framhjá smábátum og trillum en með því er ekki gert lítið úr þeirri grein).    Það er að segja: Glófaxi, Bergur, Þórunn, Maggý, Frár og Bylgja.  Hér til viðbótar vil ég einnig nefna úgerð Hugins sem einnig er að stóru leyti í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar og ber flest einkenni fjölskylduútgerðar. Turnnarnir tveir, Ísfélag og Vinnslustöð standa fyrir megninu af öðrum veiðum.
 
 
Aukinn arður fyrir þjóðina
Breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu var líkast til nauðsynleg.  Í dag hefur eigandi auðlindarinnar, hin íslenska þjóð, miklar tekjur af grein sem áður var óhagkvæm og barðist sem slík í bökkum.  Fyrirtækin í Vestmannaeyjum hafa borið gæfu til að sameinast og stækka innan þess kerfis sem komið var á.  Þá hafa útgerðir í Eyjum verið áræðnar í kaupum á aflaheimildum og styrkt sig á þann máta.  Þess vegna er blómleg útgerð í Vestmannaeyjum í dag.
 
 
Dýrt fyrir Eyjar
Við Eyjamenn höfðum það hinsvegar gott í því kerfi sem áður var.  Breytingin var ekki gerð að okkar beiðni.  Herkostnaðinn af hagræðingunni greiddum við Eyjamenn með um 20% af íbúafjölda Eyjanna.  Okkur fækkaði einfaldlega úr 5000 í 4000 vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu.  Það voru högg sem við eigum langt í land með að jafana okkur af.  Það er ekki freklegt að ætlast nú til að fá svigrúm til að byggja upp eftir það högg.
 
 
Tækifæri 
Núna loks er sóknarfæri í sjávarútvegi.  Efling þeirra fáu  -en sterku- útgerða sem eftir eru í Vestmannaeyjum mun drífa frekari vöxt samfélagsins í Eyjum.  Þótt við söknum margs úr gamla kerfinu svo sem fjölda starfa, fjölbreytni fyrirtækja, dreifðu eignhaldi og fl. þá er það ekki vilji okkar að brjóta spunastólana og hverfa til liðins tíma.  Við vitum sem er að sjávarútvegur ef að breytast. Nýsköpun er að vaxa, laun að hækka og sérhæfing að aukast.  
 
 
Nú þarf svigrúm til vaxtar
Við viljum að atvinnulíf okkar fái að dafna í friði og þeim stöðum sem tóku á sig þyngstu höggin (sjávarbyggðir á landsbyggðinni) verði hlíft við frekari skerðingu.  Nú þurfum við svigrúm, og í sumum tilvikum stuðning, til að efla sjávarbyggðir.
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.