Auður Ósk fer yfir dapurt ástand heilbrigðismála

Hver eru viðbrögðin? Engin

Ofbýður þeir stjórnarhættir sem eru við lýði í heilbrigðismálum í dag, ekki bara í Vestmannaeyjum, heldur á landinu öllu.

8.Ágúst'16 | 13:02
Hsu_audur_v

Auður Ósk fór yfir bágt ástand heilbrigðismála á fundi bæjarstjórnar.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, bæjarfulltrúi E-listans ræddi heilbrigðismál á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Eyjar.net birtir hér ræðu Auðar Óskar þar sem hún segir m.a þá þróun sem átt hefur sér stað í heilbrigðismálum í Vestmannaeyjum undan farin ár, vægast sagt sorglega.

,,Fyrr á þessu ári kom ég hér upp í pontu og lýsti yfir áhyggjum mínum m.a. yfir því að ekki væri enn búið að bregðast við niðurstöðu þeim faghóps sem skipaður var af heilbrigðisráðherra þremur árum áður. Að mér þætti sú þróun sem hefur átt sér stað í heilbrigðismálum í Vestmannaeyjum undan farin ár, vægast sagt sorgleg. Enda höfum við Eyjamenn þurft að horfa upp á mikla afturför í þróun heilbrigðismála.

Nýverið skoruðum við hjá Eyjalistanum á heilbrigðis- og fjármálaráðherra sem og núverandi þingmenn suðurkjördæmis að standa vörð um heilbrigðisþjónustu HSU og veita Vestmannaeyjingum þá lágmarks grunnþjónustu sem ætti að teljast sjálfsögð. Hver eru viðbrögðin? Engin. Akkurat engin.

Ég get ekki annað sagt en að mér ofbýður þeir stjórnarhættir sem eru við lýði í heilbrigðismálum í dag, ekki bara í Vestmannaeyjum, heldur á landinu öllu. Hér hefur heilbrigðismálum verið stýrt þannig að langtíma fjársvelti með nær engri innviða uppbyggingu hefur leitt af sér heilbrigðiskerfi sem er komið vel út fyrir flest þolmörk. Í ofanálag hefur kostnaðarþátttaka sjúklingana aukist gríðarlega og í dag standa heimilin undir 20% útgjalda á heilbrigðiskerfinu, og það er bara beinn kostnaður.

Það er einnig augljóst að með sí auknum þætti útgjalda sjúklinga fylgir það, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði misskipt. Rannsóknir hafa líka sýnt að þessar áhyggjur eru heldur ekki úr lausu lofti gripnar, mun stærri hluti fólks hér á landi er ekki að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar.

Þetta er heilbrigðiskerfið sem við Íslendingar búum við í dag á sama tíma og verið er að fara að ráðast í einkasjúkrahús fyrir erlenda auðmenn í Mosfellsdalnum. Ef það sjúkrahús verður að veruleika þá munum við búa við tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi. Sem er hentugt, fyrir þá efnamiklu. Við stöndum á þeim tímamótum að þurfa að fara að ráðast í endurreisn á heilbrigðiskerfinu okkar sem er í molum. Ég er orðin þreytt á síendurteknum niðurskurði í heilbrigðismálum hér í Eyjum, sem og á landinu öllu. Á þeim niðurskurði sem vegur að öryggi okkar og sjúklinga, sem og síauknum kostnaði sem sífellt er verið að leggja á okkur samfara niðurskurðinum í sama málaflokki.

Maður hefur ekki skilið hvernig þetta sinnu- og afskiptaleysi hefur getað verið svona ráðandi, því þetta er jú líka heilbrigðiskerfi þeirra sem ráða. En ef framtíðináætlanirnar eru þær að leyfa heilbrigðiskerfinu að tvískiptast þá fer maður að skilja mikilvægi þess að byggja upp digra sjóði í aflandsfélögum." segir Auður Ósk.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is