Bæjarstjóri um Herjólf:

Óskar eftir að tafarlaust verði bætt við ferðum

3.Ágúst'16 | 14:59

,,Með tilvísun í þá staðreynd að aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi milli lands og Eyja óska ég eftir því að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun skipsins þannig að ferðir þess verði aldrei færri en 6 á dag fram í miðjan september þegar ferðasumrinu lýkur." Svona hefst bréf Elliða Vignissonar, bæjarstjóra til samgönguyfirvalda.

Einnig óskar hann liðsinnis þingmanna kjördæmisins sem og bæjarfulltrúa í málinu. Ennfremur segir í bréfinu:

,,Samhliða er óskað eftir því að ferðir í vetraráætlun verði ekki færri en 5 á dag.  Það myndi merkja að fram í miðjan september sigli skipið viðbótarferð kl. 16:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum. 

Samkvæmt upplýsingum sem Vestmannaeyjabær býr yfir hefur farþegum fjölgað um 25% til 30% í júní og júli samanborið við árið 2015.  Öllum má ljóst vera að lífsgæði íbúa eru skert þegar þeir komast ekki til á frá heimilum sínum vegna ásóknar ferðamanna í þá grunnþjónustu sem samgöngur eru.  Sannleikurinn er sá að á hverjum degi myndast biðlisti á bíladekk og oft gerist slíkt einnig með farþega.  Það er fráleitt að samgönguyfirvöld skuli ekki tafarlaust hafa brugðist við og bætt við ferðum inn í áætlun.  Það er fráleitt að skipið skuli liggja bundið við bryggju í Vestmannaeyjum með áhöfn á fullum launum á meðan fólk getur ekki ferðast milli lands og Eyja.  Það er fráleitt að samgönguyfirvöld skuli skammta íbúum Vestmannaeyja þau lífsgæði úr hnefa sem fylgja því að hafa frelsi til að ferðast til og frá heimilum sínum.

Vestmanneyjabær skorar á þingmenn Suðurlands og samgönguyfirvöld öll að bregðast nú hratt við.  Ferðaþjónusta er ein mest vaxandi atvinnugrein hagkerfis okkar Íslendinga og Vestmannaeyjar vinsæll áfangastaður.  Yfirvöld verða að skilja að fjárfesting í innviðum er forsenda vaxtar. Það má ekki gerast að heimamenn missi velviljann gagnvart ferðamönnum.  Gerist það verður á brattann að sækja hvað varðar að efla þessa annars góðu atvinnugrein. 

Ég óska eftir tafarlausri endurgjöf á þetta erindi með svörum við því hvort og þá hvernig þessari beiðni verður mætt."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).