Lögreglan:

Mikill erill í nótt

31.Júlí'16 | 10:39

Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og segir Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn að nóttin hafi verið svipuð þeirri síðustu. „Það komu upp nokkur líkamsárásarmál og voru tveir fluttir á heilsugæslu til aðhlynningar. Árásirnar áttu sér bæði stað í Herjólfsdal sem og í miðbænum. Einn er nefbrotinn,“ segir Jóhannes.

Tveir gistu fangageymslur lögreglu, báðir vegna líkamsárásarmála. Tvær árásir hafa verið kærðar til lögreglu.

Stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar kom upp aðfaranótt laugardagsins þar sem hald var lagt á um 100 grömm af kókaíni, 100 grömm af amfetamíni og 180 e-töflur. „Nítján fíkniefnamál hafa nú komið upp á hátíðinni í nótt,“ segir Jóhannes.

Lögregla notast við fjóra fíkniefnahunda á hatíðinni og eru sex lögreglumenn að störfum sem sinna þessum málaflokki eingöngu. Lögregla í Vestmannaeyjum gaf það út fyrir hátíðina að ekki verði upplýst um möguleg kynferðisbrot á hátíðinni fyrr en að henni lokinni.

 

Vísir.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is