Siglingaleiðin milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja

Verður C hafsvæði yfir sumartímann

28.Júlí'16 | 07:44
herjolfur_lh

Herjólfur má með þessari breytingu flytja 525 farþega í stað 390 yfir sumartímann.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hefur innanríkisráðherra nú brugðist við beiðni Vestmannaeyjabæjar og undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innalandssiglingum, með síðari breytingum. Reglugerðin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Þetta merkir að siglingasvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja verði þar með svo kallað C hafsvæði yfir sumartímann. Þessu fylgir sú breyting að Herjólfur má þar með flytja 525 farþega (í stað 390) frá 1 mai til 30 sept.  Þegar Herjólfur siglir 5 ferðir á dag, þá getur hann þar með flutt 675 farþegum meira á dag.

Þetta merkir einnig að þar með mega öll önnur sjóför sem heimild hafa til farþegasiglinga á hafsvæði C taka upp siglingar í Landeyjahöfn.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.