Tilkynning frá lögreglunni:

Umferðabreytingar yfir Þjóðhátíð

28.Júlí'16 | 12:08

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á umferð í Vestmannaeyjum á meðan á þjóðhátíð stendur:

  • Hámarkshraði á Dalvegi er 15 km/klst og framúrakstur bannaður.
  • Hámarkshraði á Hamarsvegi er 30 km/klst.
  • Biðskylda er Hamarsvegi við Dalveg vegna umferðar um dalinn frá kl. 13.00 á föstudag 29.07.16 til mánudagsins 01.08.16 kl. 13.00.

Umferð um Dalveg er einungis leyfð til að skila fólki og sækja. Bifreiðastöður eru einungis heimilar á sérmerktum bifreiðastæðum, búast má við að bifreiðar sem er lagt andstætt banni þessu verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.

Fólki er bent á að nota göngustíginn inn í dal og upplýsta gangbraut frá göngustíg til að komast yfir Dalveg að bifreiðastæðum.

Tangagata verður lokuð fyrir akstri ökutækja vegna Húkkaraballs frá Skildingavegi að vestan, að Skólavegi að austan. Þá verður lokað fyrir akstur á Básaskersbryggju frá bátaskýli Björgunarfélagsins upp að Tangagötu 28.-29. júlí frá kl. 23.30-06.00.

Á laugardag verður Vestmannabraut lokuð fyrir akstri ökutækja í austur frá Vestmannabraut 24 að Kirkjuvegi kl. 15.00-19.00.

Laugardag og Sunnudag verður Bárustíg lokað fyrir bílaumferð frá Vestmannabraut niður að Vesturvegi kl. 11.00-20.00

Lögreglan beinir því til ökumanna að aka varlega um helgina, mikið er af fólki í bænum, gangandi sem akandi. Lögregla mun sinna umferðareftirliti og er brýnt fyrir ökumönnum að virða umferðarreglur í hvívetna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.