Bæjarstjórn:

Afar stolt af Þjóðhátíð ÍBV

og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd

27.Júlí'16 | 07:20
baejarstj_2016

Bæjarstjórn gaf sér tíma til myndatöku á fundinum í gær

Næstkomandi verslunarmannahelgi mun ÍBV íþróttafélag halda Þjóðhátíð í Eyjum og verður það í 142. skiptið sem hátíðin er haldin. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var umræða um Þjóðhátíð og samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun:

Þjóðhátíð ÍBV 2016

Næstkomandi verslunarmannahelgi mun ÍBV íþróttafélag halda Þjóðhátíð í Eyjum og verður það í 142. skiptið sem hátíðin er haldin. Jafnframt því að vera ein stærsta útihátíð landsins er þjóðhátíð ein af stærri menningararfleifðum Vestmannaeyja þar sem rótgrónum hefðum á borð við tjöldun hvítu tjalda heimamanna, bjargsigi, tónleikum lúðrasveitarinnar, brennunni og brekkusöng er haldið áfram kynslóð fram af kynslóð.

Skipulag hverrar þjóðhátíðar hefur langan aðdraganda og ótalmargar vinnustundir liggja að baki undirbúningi hennar ár hvert oftar en ekki frá ósérhlífnum sjálfboðaliðum heimamanna. Bæjarstjórn er afar stolt af þjóðhátíð ÍBV og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd. Á þjóðhátíð í Eyjum hefur ekki og mun aldrei verða sýnt umburðarlyndi gagnvart hvers kyns ofbeldisglæpum.

ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd hafa jafnt og þétt unnið markvisst að því að tryggja öryggi og velferð þjóðhátíðargesta. Þannig hefur t.a.m. gæsla verið aukin til muna, salernisaðstæður og lýsing bættar verulega og öryggismyndavélum fjölgað ár frá ári. Einnig hefur forvarnarhópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi, Bleiki fíllinn starfað í 5 ár og unnið ötullega að því að auka umræðu um kynferðisbrot og vitundarvakningu samfélagsins gagnvart þeim auk þess að vera áberandi á hátíðarsvæðinu sjálfu. Fagmenntað og reynslumikið viðbragðsteymi er að lokum til staðar ef upp koma slík hörmuleg brot.

Bæjarstjórn vill að lokum óska bæjarbúum öllum og gestum okkar góðrar skemmtunar um komandi helgi með einskærri hvatningu um að við njótum félagsskaps hvors annars, virðum hvort annað og hjálpum hvort öðru í neyð, segir í bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

bleiki_fillinn

Bæjarfulltrúar báru merki Bleika fílsins.

stebbi_ellidi

Það fór vel á með oddvitunum í gær.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.