Dagbók lögreglunnar:

Minna foreldra og forráðamenn á útivistareglurnar

26.Júlí'16 | 11:15

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu.  Skemmtana hald helgarinnar gekk þokkalega fyrir sig en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk vegna övunarástands þess.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða árekstur lyftara og vörubifreiðar á Friðarhafnarbryggju.  Engin slys urðu á fólki en vörubifreiðin er eitthvað skemmd eftir áreksturinn. Alls liggja fyrir fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum og er í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu.

Nú styttist óðum í Þjóðhátíð, sem er um næstu helgi og vill lögreglan af því tilefni minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%