Landsbankinn áfrýjar ekki

dómkvaddir verða matsmenn til að meta virði stofnfjár í sparisjóðnum

26.Júlí'16 | 16:40

Landsbankinn mun ekki áfrýja niðurstöðu héraðsdóms um að dómkveðja skuli matsmenn í samræmi við kröfu okkar þar að lútandi. Þannig er ljóst að dómkvaddir verða matsmenn til að meta virði stofnfjár í Sparisjóð Vestmannaeyja þegar hann var á þvingaðan máta sameinaður við Landsbankann.

Þá hefur embætti umboðsmanns í kjölfar frétta um matsmálið beðið um gögn málsins og hefur lögmaður okkar þegar sent þau.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri hafði þetta um málið að segja:

Það gleður mig að barátta okkar skuli hafa skilað því að kominn er sáttatónn í Landsbankann hvað þessi mál varðar.  Hér í Eyjum eru fjölmörg heimili sem fóru illa út úr falli Sparisjóðsins og það skiptir miklu fyrir stofnfjáreigendur að fá hlutlausar upplýsingar um það hversi virði eignarhlutir þeirra voru þegar verðmætin voru gerð upptæk.  Að mínu mati var illa staðið að sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans.  Stofnfjáreigendur höfðu þar nánast enga aðkomu og hafa frá upphafi talið að óvissa sé um hvort verðmæti stofnfjár hafi verið rétt metið.  Jafnvel var svo langt gengið að „kaupandi“ þessara eigna (Landsbankinn) reyndist hafa upplýsingar um verðmæti eignarinnar langt umfram það sem „seljandinn“ (stofnfjáreigendur) hafði.  Nú verður sem sagt farið í að finna út verðmætið með hlutlausu verðmætamat á eignarhlutanum. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.