Uppfært

Gengu framhjá umsækjanda með mannauðsstjóragráðu

í stöðu starfsmannastjóra hjá Vestmannaeyjabæ

26.Júlí'16 | 08:00

Nýlega var ráðið í stöðu starfsmannastjóra Vestmannaeyjabæjar og vakti ráðningin athygli enda var eiginmaður lögreglustjóra bæjarins, Páleyjar Borgþórsdóttur, fyrir valinu sem nýlega gekk fram fyrir skjöldu sem einn helsti pólitíski stuðningsmaður bæjarstjórans, Elliða Vignissonar.

Í auglýsingu bæjarins vegna starfsins eru ekki gerðar neinar kröfur um menntun þrátt fyrir að slíkt hafi tíðkast með önnur störf sem bærinn hefur auglýst til umsóknar. Nýráðinn starfsmannastjóri er kennaramenntaður en gengið var framhjá umsækjanda með meistaragráðu í mannauðsstjórnun.

Þetta segir í frétt DV um málið. Þar er rætt við Rut Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs hjá Vestmannaeyjabæ, sem segir að almennt sé ekki tekið fram í auglýsingum bæjarins að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun. „Það á við í þessu tilfelli og er það gert til að veita sem flestum tækifæri til að sækja um starfið, bæði reynslumiklum einstaklingum á sviði stjórnunar, mannaforráða sem og menntunar,“ segir Rut. Þá ítrekar hún að menntun skipti að sjálfsögðu máli og tillit sé tekið til hennar við mat á hæfni umsækjenda. „Aðrir þættir starfsins geta haft meira vægi og er þar átt við þekkingu, starfsreynslu og færni í mannlegum samskiptum,“ segir Rut.

Að hennar sögn liggja ekki fyrir skriflegar reglur hjá bænum varðandi hvernig skuli staðið að mati á umsóknum. „Sviðsstjórar hafa lagt áherslu á að umsóknir séu metnar á eins hlutbundinn hátt og hægt er út frá auglýsingu um starf. Alls sóttu 7 aðilar um starfið. Fjórir þeirra voru metnir til frekari skoðunar út frá þekkingu, starfsreynslu og menntun. Rætt var við alla þessa aðila og leitað umsagna. Eftir þá vinnu lá niðurstaðan fyrir,“ segir Rut.

 

Uppfært kl. 10.12: Rut Haraldsdóttir segir í samtali við Eyjar.net vegna málsins að hún hafi tekið eftirfarandi fram í skriflegu svari sínu til DV:

,,Varðandi auglýsingar um laus störf á vegum sveitarfélagsins þá kom það skýrt fram hjá mér  í texta til þeirra að „Þegar ekki eru um lögverndað starfsheiti að ræða er almennt ekki tekið fram í auglýsingu að  viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun“.  Ef skoðaðar eru auglýsingar frá okkur þá má vel sjá þetta."

 

Nánar má lesa um málið hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.