Yfirlýsing frá Brim hf:

Fara fram á að beðið verði niðurstöðu rannsóknar Hlutafélagaskrár

26.Júlí'16 | 08:44

Sighvatur Bjarnason VE er í eigu Vinnslustöðvarinnar.

Brim hf., minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni, fer fram á að fulltrúar meirihlutans bíði niðurstöðu yfirstandandi rannsóknar Hlutafélagaskrár á gjörðum þeirra á aðalfundi 6. júlí sl. áður en boðað verði til hluthafafundar. Hlutafélagaskrá er úrskurðaraðili í svona málum samkvæmt hlutafjárlögum.

Fulltrúar meirihlutans stigu fram í fjölmiðlum um helgina og lýstu því yfir að farið yrði fram á að stjórn, sem ekki lengur hefur umboð til að starfa fyrir hönd félagsins, boði til nýs hluthafafundar þar sem enn og aftur á að kjósa nýja stjórn yfir félagið. Fulltrúar minnihluta hluthafa mótmæla þessu harðlega. Niðurstaða fyrra stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins 6. júlí sl. var fullkomlega lögmæt og aðeins á eftir að varpa hlutkesti um það hver tekur sæti sem fimmti stjórnarmaður félagsins í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.

Það er mikilvægt að forðast valdníðslu og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegum kosningum. Heppilegast væri að fulltrúar meirihlutans með Harald Gíslason í broddi fylkingar  sættu sig við niðurstöðu hins fyrra stjórnarkjörs, þrátt fyrir að niðurstaðan hafi ekki verið þeim þóknanleg, svo réttkjörin stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. geti hafið störf hið fyrsta með hagsmuni félagsins, starfsmanna og annarra sem því tengjast að leiðarljósi. Slík niðurstaða er sanngjörn fyrir alla hluthafa, ekki bara meirihlutann.

 

Virðingarfyllst,

Brim hf. (eigandi 32,88% í VSV)

 

Tengd frétt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%