Svör Neyðarmóttökunnar við fyrirspurn Eyjar.net:

Ekki gerður greinamunur á hvort brot á sér stað innan eða utan Þjóðhátíðarsvæðis

25.Júlí'16 | 08:05
Landspitali_Fossvogi_vel

Landspítalinn

Eyjar.net sendi nokkrar spurningar í síðustu viku til Neyðarmóttöku Landspítalans vegna verkferla í tengslum við upplýsingagjöf vegna kynferðisbrota.

Í svörum Neyðarmóttökunnar kemur fram að við upplýsingagjöf til fjölmiðla þá verði ekki gerður greinamunur á brotum sem að eiga sér stað utan Þjóðhátíðarsvæðis annars vegar og innan þess hins vegar. Það sama virðist hins vegar ekki vera uppi á teningnum þegar að kemur að útihátíðarhaldi á höfuðborgarsvæðinu. 

Spurningarnar sem Eyjar.net sendu á Neyðarmóttökuna voru svona:

Ég óska eftir að fá nánari sundurliðun á upplýsingum sem birtust í Fréttablaðinu í gær (þann 20 júlí) varðandi komur á neyðarmóttöku Landspítalans árið 2016. Þá er ég sérstaklega að horfa til vikunnar 13-19 júní. Þá leituðu sex aðilar til neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota og því spyr ég:
 

  • Hversu mörg brotana gerðust á höfuðborgarsvæðinu?
  • Hversu mörg brotana gerðust í Reykjavík?
  • Hversu mörg brotana gerðust á Secret Solstice? 
  • Þegar fjölmiðlum eru gefnar upplýsingar er þá gerður greinarmunur á brotum sem eiga sér stað á Secret Solstice og brotum sem eiga sér stað annars staðar í Reykjavík þegar að Secret Solstice hátíðin fer fram? 
  • Er við upplýsingagjöf til fjölmiðla gerður greinarmunur á brotum sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum utan Þjóðhátíðarsvæðisins annars vegar og innan þess hins vegar?


Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis svaraði spurningum Eyjar.net á þessa leið:

  1.  Hversu mörg brotana gerðust á höfuðborgarsvæðinu? Það voru 3 mál.
  2.  Hversu mörg brotana gerðust á Secret Solstice? Ekki var tilkynnt um mál inn á hátíðinni.
  3.  Við upplýsingagjöf til fjölmiðla þá verður ekki gerður greinamunur á brotum sem að eiga sér stað utan Þjóðhátíðarsvæðis annars vegar og innan þess hins vegar.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.