Formaður og framkvæmdastjóri ÍBV auk stofnanda Bleika fílsins:

Stingum ekki höfðinu í sandinn

23.Júlí'16 | 08:38

Síðustu vikuna hefur heilmikil atburðarás átt sér stað sem hófst á svari lögreglustjórans í Vestmannaeyjum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar sagði hún að ekki yrði tilkynnt jafnóðum um fjölda kynferðisbrota í Vestmannaeyjum.

Ummælin hafa komið af stað heilmikilli umræðu þar sem Eyjamenn eru meðal annars sakaðir um þöggun um kynferðisofbeldi vegna gróðasjónarmiða og ímyndarhernaðar.

Lögreglustjórinn í Vestmanneyjum er sá sem veitir leyfi fyrir Þjóðhátíð. Íþróttafélagið ÍBV heldur aftur á móti Þjóðhátíð, ekki bærinn og alls ekki lögreglan. 

Ekki sammála Páleyju

Það er því við hæfi að setjast niður með tveimur forkólfum íþróttafélagsins, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Írisi Róbertsdóttur, og fá að heyra þeirra sjónarmið auk stofnanda forvarnarhópsins Bleika fílsins, Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur, sem berst gegn kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð. Þetta eru allt Eyjakonur og fyrsta spurningin liggur beint við; Eru þær sammála lögreglustjóranum og verklagi hennar þegar kemur að kynferðisbrotum?

Jóhanna Ýr: Nei, ég hefði óskað að hún hefði ekki gert þetta svona. En fyrst og fremst gagnrýni ég ríkislögreglustjóra og að það séu ekki til skýrar reglur um jafn grafalvarlegt mál og kynferðisbrot. Ég stórefast um að lögreglustjórar megi hafa sinn háttinn á í morðmálum eða mannránum.

Þetta mál sýnir enn eina ferðina brotalöm í samfélaginu okkar þegar kemur að kynferðisbrotum. En ég vil ekki að þetta sé öðruvísi í Vestmannaeyjum en annars staðar í landinu. Það á að fjalla á sama hátt um kynferðisbrot og önnur afbrot, svo þolendur upplifi þau ekki sem einhvers konar öðruvísi afbrot. En umræðan hefur líka verið óvægin og á tímum ósanngjörn. Ég þekki Páleyju. Þetta er vönduð manneskja og hefur sinnt sínu starfi sem lögfræðingur brotaþola af mikilli natni. Það þarf líka að samræma þetta og mögulega rannsaka hvaða verklag henti best. Gera þetta af fagmennsku. Ég hef nefnilega kynnt mér báðar hliðar og skil bæði sjónarmið.

Dóra: Ég hef ekki forsendur til að meta hvaða verklag sé best en ég hef gagnrýnt ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra fyrir að vera ekki með samræmt verklag. Það er verið að vitna í úrelta reglugerð frá árinu 2002. Þessi umræða kom upp fyrir ári og fólk hefur haft ellefu mánuði til að samræma verkferla.

Íris: Mér finnst frábært að fréttamenn sýni þessum málaflokki áhuga en það er verra að allt sem við höfum sent frá okkur um forvarnir á Þjóðhátíð hefur verið klippt út, til dæmis forvarnarstarf Bleika fílsins.

En það er aldrei í lagi að þegja um kynferðisafbrot og það eiga ekki að gilda aðrar reglur í Vestmannaeyjum. Þetta hefur verið klaufalegt, allt í kringum þetta hefur verið ofsalega klaufalegt. Umræðan fór í algjört rugl, aftur.

 

Engin markaðsherferð í gangi

Mikill hiti hefur verið í umræðunni og sumir vilja meina að það sé verið að komast hjá því að segja nauðgun og Þjóðhátíð í sömu setningu. Að hér sé um þöggun að ræða vegna markaðsherferðar fyrir Þjóð­hátíð og bæinn.

Íris: Heldur þú í alvörunni að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sé í markaðsherferð fyrir Þjóðhátíð? Þetta hefur verið klaufalegt en það hefur líka legið þungt á henni. Við í félaginu höfum aldrei verið spurð hvort eða hvenær eigi að segja frá brotunum. En þetta er heldur ekki okkar. Við stjórnum þessu ekki.

 

Vísir. is greindi frá, Allt viðtalið má lesa hér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is