Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

„Þjóðhátíðin og gíslatakan"

23.Júlí'16 | 15:23

Vefsíðan mbl.is er með viðtal við Unnstein Manúel tónlistamann og forsvarsmann 10-15 annara tónlistarmanna sem hótuðu að spila ekki á Þjóðhátíð Vestmannaeyja ef kröfum þeirra væri ekki mætt.  

Í viðtalinu kemur m.a. fram og er reyndar fyrirsögn viðtalsins "Við getum ekki tekið lögregluna í gíslingu". Þá segir „háværasta krafa okkar er að lögreglustjórar í landinu samræmi verklag sitt varðandi upplýsingaskyldu.  Það er í raun okkar áskorun á innanríkisráðherra."

 

Tóku samstarfsaðila sinn í gíslingu

Þegar einstaklingur eða hópur manna vill ná fram kröfum sínum þá er gíslataka stundum aðferð sem beitt er.  Við gíslatöku gengur alls ekki að taka þann gíslingu sem getur orðið við kröfum gíslatökumanna.  Gíslataka þykir áhrifaríkust þegar að gíslarnir sjálfir eru saklausir og liggja sem best við höggi.  Sá sem á að verða við kröfum gíslatökumannanna á við þær aðstæður að fyllast samviskubiti eða jafnvel skelfingu og verða við kröfum gíslatökumanna.

Tónlistamönnunum þótti Þjóðhátíð Vestmannaeyja uppfylla vel skilyrði gísla.  Ekki bara hefur Þjóðhátíðin ekkert með verklag lögreglu að gera heldur hefur hátíðin í gegnum tíðina verið helsti vettvangur tónlistamanna á Íslandi, bæði vinsælla sem og þeirra sem hafa verið að stíga sín fyrstu spor í anddyri heimsfrægðar.  Tónlistarmennirnir tóku því samstarfsaðila sinn í gíslingu og kröfust þess að lögreglustjórar í landinu samræmdu verklag sitt varðandi upplýsingaskyldu, skoruðu síðan á Innanríkisráðherra að beita sér í málinu.

 

Stjórntæki til þess að ná valdi yfir fórnarlambi sínu

Niðurstaðan virðist síðan verða sú að gíslinn, Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum, væntanlega heltekinn af Stokkhólmsheilkenni, lýsti því yfir að gíslinn og  gíslatökumennirnir myndu  stofna saman starfshóp til næstu 5 ára.  Til að blessa samstarfið var einn aðili sérstaklega tilnefndur þ.e. Stígamót.  Þau samtök eru  hins vegar þekkt fyrir baráttu sína gegn kúgun og ofbeldi.  Á heimasíðu samtakanna má m.a. lesa „Við lítum því svo á að þeir sem beita ofbeldinu noti það sem stjórntæki til þess að ná valdi yfir fórnarlambi sínu."   Ekkert hefur hins vegar heyrst til lögreglustjóranna eða Innanríkisráðherra en reyndar hafði komið áður fram hjá Ríkislögreglustjóra að æskilegt væri að koma á samræmdu verklagi í upplýsingagjöf til fjölmiðla. Ríkissaksóknari tók undir þau orð.

 

Beittu kúgun og ofbeldi

Eftir stendur að Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var tekin í gíslingu af hópi tónlistarmanna enda er ekki hægt að taka lögregluna gíslingu.  Þjóðhátíðin var beitt kúgun og ofbeldi í því skyni að berjast gegn kúgun og ofbeldi að mati gíslatökumanna.  Sagan dæmir menn hins vegar ekki eftir því hvert markmið þeirra er heldur hvaða aðferðum beitt er til að ná fram því markmiði.  Kannski er í lagi að beita ofbeldi og kúgun þegar sá sem beitir slíku telur tilgang sinn góðan og er geðþekkur tónlistarmaður.  Eða kannski eru menn bara kjánar?

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).